Gelgjutangi
Gelgjutangi er lítið nes í austanverðri Reykjavík, norðan og vestan við Elliðaárvog og austan við Kleppsmýrarveg. Tanginn er að hluta til mótaður af eyrum vestari Elliðaár en að stærstum hluta uppfylling frá seinni hluta 20. aldar og fyrri hluta þeirrar 21. Gelgjutangi stendur vestan við Geirsnef sem fyrst varð til sem uppfylling á óseyrum Elliðaáa í borgarstjórnartíð Geirs Hallgrímssonar (D).
Siglingaklúbburinn Snarfari hefur haft aðstöðu í Snarfarahöfn á Gelgjutanga en á tanganum mun einnig standa hluti af nýrri Vogabyggð sem verið er að reisa.
Á Gelgjutanga var Landssmiðjan lengi með aðsetur.
Þessi landafræðigrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.