Hugleikur Dagsson

íslenskur listamaður og grínari

Þórarinn Hugleikur Dagsson (f. 5. október 1977 á Akureyri), oftast kallaður Hugleikur Dagsson eða Hulli, er íslenskur listamaður. Foreldrar hans eru Dagur Þorleifsson blaðamaður og rithöfundur og Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur. Yngri bróðir hans er Þormóður Dagsson tónlistarmaður. [1] Eiginkona hans er Karen Briem. Hugleikur sá um kvikmyndagagnrýni í útvarpsþættinum Tvíhöfða. Um stund stjórnaði hann eigin þætti á Radíó sem kallaðist Hugleikur. Þar tók hann á þjóðfélagsmálum af ýmsu tagi. Þátturinn var ekki langlífur en rödd Hugleiks fékk þó áfram að njóta sín í kvikmyndagagnrýni í Tvíhöfða.

Hugleikur Dagsson (Turku, 2009)

Hugleikur hefur getið sér gott orð með myndlist og vídeóverkum af ýmsu tagi. Einnig hafa myndasögur hans vakið mikla athygli en þær hafa komið út í bókum sem hann gaf sjálfur út fyrst um sinn en eru nú gefnar út af JPV útgáfu og einnig í blaðinu Grapevine. Þar fær beisk kímnigáfa Hugleiks að njóta sín svo sumum þykir nóg um. Hugleikur myndskreytti einnig kennslubókina Tungutak: Málsaga.

Þess má geta að Leikfélagið Hugleikur heitir eftir Hugleiki Dagssyni, en leikfélagið var stofnað af móður hans með fleirum árið 1984.[1]

Æviárgrip

breyta

Hann er fæddur á Akureyri, en fyrstu mánuðina hans bjó fjölskylda hans á Tjörn í Svarfaðardal. Þegar hann var 10 mánaða fluttu þau til Svíþjóðar, þar sem þau bjuggu þangað til hann var 6 ára, en þá komu þau aftur til Íslands svo hann gæti farið í skóla hérlendis. Samkvæmt móður hans hefur hann verið að teikna síðan hann var 3-4 ára og fylgdi hann henni oft þegar hún var að vinna í leikhúsinu. Þegar hann var 6-7 ára gerði hann sína fyrstu myndasögu, Skrímslaeyjan, og gerði eftir það fullt af öðrum. Þegar hann var 10 ára skildu foreldrar hans, og segir Hugleikur að sá skilnaður hafi verið hundleiðinlegur og að hann hafi verið lokaður allan tímann. Eftir það bjó hann hjá móður sinni, og segir að þeim komi mjög vel saman.

Sumarið 2001 vann hann að myndlistarsýningu á Seyðisfirði ásamt tveimur öðrum. Hann vantaði verk á sýninguna og þá teiknaði hann upp um 30 einfaldar myndir sem hann seinna gaf út sjálfur fyrir jólin 2002. Eftir það hafði forlagið JPV samband við hann, og gaf það út nokkrar af bókunum hans. Síðan hefur stíll hans einkennst af einfaldleika og fáum pennastrikum, en eru flest verk hans mjög húmorísk.[2]

Menntun

breyta
 
Hugleikur í Helsinki árið 2008.

Vesturbæjarskóli[1]

Stúdentspróf úr Kvennaskólinn í Reykjavík 1993-1997

BA í Listaháskóla Íslands 1999-2002[3]

[3]Leikrit og handrit

breyta

Bækur

breyta

[5]Samsýningar

breyta
  • Tvívíð sýning í Gula húsinu, 2000
  • Gamsýning í Gula húsinu, 2000
  • List í IKEA, 2001
  • Videósýning, Gallerý Reykjavík, 2001
  • Hringferðarsýning, 2001
  • Remix í Gula húsinu, 2001
  • SÍE, samstarfsverkefni Finnlands, Íslands og Eistlandsá Laugarveginum, 2001
  • Memory project, Helsinki, Trondheim, Köben, 2001-2002
  • Útskriftarsýning LHÍ, 2002
  • Trommusóló R3A, 2002
  • Pottþétt list, Nema Hvað menningarnótt, 2002
  • Óður til líkamans, Reykjavíkurakademían menningarnótt, 2002
  • Uppnám, gjörningar í Einarsgarði, menningarnótt, 2003
  • Karnival, Klink&Bank, 2004
  • Trommusólo II, Klink&Bank, 2004
  • The father, Signal in the Heavens, Gallery Boreas, New York, 2004

[3]Einkasýningar

breyta

Verðlaun

breyta

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 (Morgunblaðið 13 febrúar 2011, bls 31)
  2. (Morgunblaðið 16 júlí 2006, sótt af https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1093039/)
  3. 3,0 3,1 3,2 (Samband íslenskra myndlistamanna)
  4. 4,0 4,1 4,2 http://www.myndasogur.is/CV_Hugleikur.html
  5. 5,0 5,1 (DV 2014)