Leg er söngleikur eftir Hugleik Dagsson. Leg var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2007. Verkið fjallar um unga stúlku, Kötu, sem þarf að þroskast ansi hratt þegar hún kemst að því að kærastinn er búinn að segja henni upp, hún er ólétt, foreldrarnir fráskildir og bróðir hennar kominn með fuglaflensuna. Verkið er allt á léttari nótunum og groddalegur neðanbeltishúmor Hugleiks áberandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.