Tryggvaskáli er elsta hús á Selfossi, byggt árið 1890 og stendur það við Ölfusá. Húsið var reist af Tryggva Gunnarssyni í tengslum við smíði Ölfusárbrúar. Sýslusjóður og landssjóður eignuðust húsið árið 1899 en vorið 1901 hófst þar gistirekstur og greiðasala fyrir ferðamenn. Það voru Þorfinnur Jónsson og Guðlaug Einarsdóttir sem sáu um reksturinn. Tryggvaskáli var þá ekki nema 50 fermetrar en næstu ár stækkaði Þorfinnur skálann. Landsíminn fékk inni í skálanum 1909. Á ljósmynd frá 1923 má sjá að húsið er orðið tveggja hæða, gistiherbergi á efri hæð.

Tryggvaskáli við gömlu Ölfusárbrúna. Myndin er tekin í kringum 1918

Tenglar

breyta