Óskarsverðlaunin

bandarísk kvikmyndaverðlaun
(Endurbeint frá Óskarinn)

Óskarsverðlaunin (enska: Academy Awards eða óformlega the Oscars) eru bandarísk kvikmyndaverðlaun veitt kvikmyndagerðarmönnum og öðrum sem starfa við kvikmyndir. Verðlaunahátíðin er yfirleitt sú best kynnta og mest áberandi á Vesturlöndum, og verðlaunin af flestum talin þau eftirsóknarverðustu. Óskarsverðlaunin eru veitt af Bandarísku kvikmyndaakademíunni (Academy of Motion Picture Arts and Sciences), samtökum fólks sem starfar við kvikmyndagerð í Bandaríkjunum, og er aðild að þeim einungis veitt í heiðursskyni.

Óskarsverðlaunin
Academy Awards (enska)
Veitt fyrirFramúrskarandi árangur í kvikmyndagerð
LandBandaríkin
UmsjónBandaríska kvikmyndaakademían
Fyrst veitt16. maí 1929
Vefsíðaoscars.org/oscars
Verðlaunahátíðin 2008

Árið 2003 voru 5.816 meðlimir í akademíunni með kosningarétt við val á Óskarsverðlaunahöfum. Óskarsverðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1929.

Fyrsta framlag Íslands til tilnefningar á Óskarsverðlaunahátið var myndin Land og synir eftir Ágúst Guðmundsson frá árinu 1980 en það var í 53. sinn sem hátíðin var haldin.

Verðlaunaflokkar

breyta

Núverandi flokkar

breyta
Upphafsár Verðlaunaflokkur
1927/28 Besta kvikmynd
1927/28 Besti leikstjóri
1927/28 Besti leikari í aðalhlutverki
1927/28 Besta leikkona í aðalhlutverki
1927/28 Besta kvikmyndataka
1927/28 Besta heildarútlit/listræn stjórnun
1927/28 Besta handrit byggt á öðru verki
1929/30 Besta hljóð
1930 Besta stutta teiknimyndin
1931/32 Besta leikna stuttmyndin
1934 Besta klipping
1934 Besta frumsamda kvikmyndatónlistin
1934 Besta frumsamda lag
1936 Besti leikari í aukahlutverki
1936 Besta leikkona í aukahlutverki
1939 Bestu tæknibrellur
1940 Besta frumsamda handritið
1941 Besta stutta heimildarmyndin
1943 Besta heimildarmynd
1947 Besta alþjóðlega kvikmyndin
1948 Besta búningahönnun
1981 Besta förðun og hárgreiðsla
2001 Besta teiknimynd

Íslenskar tilnefningar til Óskarsverðlauna

breyta

Eftirtaldir íslenskir aðilar eða myndir hafa fengið tilnefningu Bandarísku kvikmyndaakademíunnar til Óskarsverðlauna.

Íslenskir Óskarsverðlaunahafar

breyta
  • Árið 2020 vann Hildur Guðnadóttir Óskar fyrir bestu frumsömdu tónlistina fyrir myndina Joker og varð fyrst Íslendinga til að vinna slík verðlaun.

Tilvísanir

breyta
  1. Stefán Árni Pálsson (13. janúar 2020). „Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna“. Vísir. Sótt 13. janúar 2020.
  2. Gestsson, Davíð Kjartan (15. mars 2021). „Íslensk teiknimynd tilnefnd til Óskarsverðlauna - RÚV.is“. RÚV. Sótt 19. mars 2023.
  3. Valtýsdóttir, Elma Rut (24. janúar 2023). „Sara Gunnarsdóttir til­nefnd til Óskars­verð­launa - Vísir“. visir.is. Sótt 19. mars 2023.

Tengill

breyta