Æ

Bókstafur
(Endurbeint frá Æ (stafur))
Íslenska stafrófið
Aa Áá Bb Dd Ðð Ee
Éé Ff Gg Hh Ii Íí
Jj Kk Ll Mm Nn Oo
Óó Pp Rr Ss Tt Uu
Úú Vv Xx Yy Ýý Þþ
Ææ Öö

Æ eða æ er þrítugasti og fyrsti bókstafurinn í íslenska stafrófinu, tuttugasti og áttundi í því færeyska og tuttugasti og sjöundi í því danska, norska og fornenska. Má rekja uppruna þess til munka sem unnu við endurskrifun á bókum og skeyttu gjarnan „A“ og „E“ saman í einn bókstaf til þess að spara pláss, finna má dæmi um þetta í gömlum latneskum ritum.

Stafurinn táknar tvíhljóðann /ai/ í íslensku, tvíhljóðann /εa/ eða sérhljóðann /a/ í færeysku, sérhljóðann /ɛ/ í dönsku og norsku sem táknar þar sama hljóðið og Ä í sænsku og þýsku.

Æ og æ eru í Unicode og ISO 8859-1 táknaðir með kóðapunktunum 198 og 230 eða C6 og E6 eins og það er skrifað í sextándakerfinu.