Tímarit Máls og menningar
(Endurbeint frá Tímarit Máls og Menningar)
Tímarits Máls og menningar er bókmenntatímarit sem stofnað var í mars 1938 af Kristni E. Andréssyni, sem var einnig ritstjóri þess fyrstu 30 árin.
Tímaritið var fyrst gefið út árið 1938 af bókaútgáfunni Heimskringlu, sem síðar varð Mál og menning. Upphaflega birti TMM fréttir af starfsemi Máls og menningar, auk ýmissa greina. Árið 1940 var ársritið Rauðir pennar, sem áður hafði fylgt frítt með TMM, sameinað TMM, og eftir það beindi tímaritið sjónum sínum að bókmenntum og bókmenntagagnrýni.
Tímarit máls og menningar kemur út í fjórum tölublöðum ár hvert. Núverandi ritstjórar þess eru Sigþrúður Gunnarsdóttir og Elín Edda Pálsdóttir en þær tóku við starfinu í lok árs 2018.
Ritstjórar TMM:
breyta- Kristinn E. Andrésson (1940 – 1970)
- Jakob Benediktsson (1946 – 1975)
- Sigfús Daðason (1960 – 1976)
- Þorleifur Hauksson (1977 – 1982)
- Silja Aðalsteinsdóttir (1982 – 1987)
- Vésteinn Ólason (1983 – 1985)
- Guðmundur Andri Thorsson (1987 – 1989)
- Árni Sigurjónsson (1990 – 1993)
- Friðrik Rafnsson (1993 – 2000)
- Ingibjörg Haraldsdóttir (1993 – 2000)
- Brynhildur Þórarinsdóttir (2001 – 2003)
- Silja Aðalsteinsdóttir (2004 – 2008)
- Guðmundur Andri Thorsson (2009 - 2017)
- Silja Aðalsteinsdóttir (2017-2018)
- Sigþrúður Gunnarsdóttir og Elín Edda Pálsdóttir (2018-