Fræplöntur (eða fræjurtir; fræðiheiti Spermatophyta) eru stór flokkur háplantna sem innihalda blómplöntur og berfrævinga. Til fræplantna teljast fjölbreyttur plöntur sem eru með fræ — frjóvgað, ummyndað egg með þroskuðu kími, sá hluti plantna sem verður að nýrri plöntu.

Fræplöntur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(L.) Cavalier-Smith, 1981
Grein Æðplöntur (Tracheophyta)
Sinnott ex Cavalier-Smith, 1998
(óraðað) Fræplöntur (Spermatophyta)
Willkomm, 1854
Skipingar

Fræ berfrævinga hefur ekki utan um sig annan hjúp en frækápuna (fræskurnina) og sitja fræin ber á fræblöðum móðurplöntunnar. Fræ blómplantna eru hluti af aldini sem er ummyndað eggleg frævu sem geymir þroskuð fræ. Blómplantnafræ samanstendur af þremur hlutum: kími, fræhvítu og fræskurni.

Fræplöntum telur um 282.000 tegundir og má skipta í fimm nútímar skiptingar og eina útdauðra skipting sem eru í tvo flokka:

  • Berfrævingar (öðru nafni barrtré), mynda ber og óvarin fræ á milli hreisturkenndra blaða í könglum. Í þeim eru fræin nakin eða „ber“ á milli hreisturskenndra blaða í svo kölluðum könglum.
  • Blómplöntur (öðru nafni dulfrævingar), mynda blóm og þroska sumar aldin. Í þeim eru fræin umlukt fræblöðum í blóminu og sjást því ekki, þau eru „dulin“ í frævunni.
Skipting Íslenskt heiti Fjöldi tegunda
Berfrævingar Pteridospermatophyta Fræburknar [1]
Cycadophyta Köngulpálmatré 160[2]
Ginkgophyta Musteristré 1[3]
Pinophyta Barrtré 630[4]
Gnetophyta Gnetutré 70[4]
Blómplöntur Magnoliophyta Dulfrævingar 281 821[5]

Á Íslandi eru nú skráðar um 500 tegundir villtra fræplantna. Þá eru byrkningar ekki meðtaldir (þeir eru ekki fræplöntur), og ekki ræktaðar plöntur. Slæðingar sem berast hingað öðru hverju en hafa ekki náð að nema land varanlega, eru heldur ekki taldir með.

Wikilífverur eru með efni sem tengist

Tengt efni breyta

Tilvísanir breyta

  1. Hilton, J. & Bateman, R. M. (2006), „Pteridosperms are the backbone of seed-plant phylogeny“, Journal of the Torrey Botanical Society, 33: 119–168, doi:10.3159/1095-5674(2006)133[119:PATBOS]2.0.CO;2
  2. Gifford, Ernest M. & Adriance S. Foster, 1988. Morphology and Evolution of Vascular Plants, 3rd edition, page 358. (New York: W. H. Freeman and Company). ISBN 0-7167-1946-0.
  3. Taylor, Thomas N. & Edith L. Taylor, 1993. The Biology and Evolution of Fossil Plants, page 636. (New Jersey: Prentice-Hall). ISBN 0-13-651589-4.
  4. 4,0 4,1 Raven, Peter H., Ray F. Evert, & Susan E. Eichhorn, 2005. Biology of Plants, 7th edition. (New York: W. H. Freeman and Company). ISBN 0-7167-1007-2.
  5. https://web.archive.org/web/20110721034312/http://www.iucnredlist.org/documents/summarystatistics/2010_1RL_Stats_Table_1.pdf lnternational Union for Conservation of Nature and Natural Resources, 2010.1. IUCN Red List of Threatened Species:Summary Statistics


   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.