Zeppelin-loftfar

(Endurbeint frá Zeppelinloftfar)

Zeppelin er tegund af loftfari sem nefnt er eftir Ferdinand von Zeppelin greifa sem var brautryðjandi í þróun loftfara í byrjun 20. aldar. Hugmyndir Zeppelin mótuðust fyrst árið 1874[1] og þróaðar í smáatriðum árið 1893.[2] Einkaleyfi fyrir hönnuninni voru gefin út í Þýskalandi árið 1895 og í Bandaríkjunum árið 1899.[3] Þessi loftskip voru svo vel hönnuð að heitið zeppelin var notað sem samheiti fyrir öll slík loftför. Zeppelin loftförin voru fyrst notuð árið 1910 af Deutsche Luftschifffahrts-Aktiengesellschaft (DELAG) sem var þýskt flugfélag og fyrsta flugfélagið sem starfrækti áætlunarflug með farþega fyrir fyrri heimstyrjöldina. Um mitt árið 1914 hafði DELAG flutt yfir 10.000 farþega í meira en 1500 ferðum. Þegar stríðið braust út þá notaði þýski herinn Zeppelin loftförin til loftárása og eftirlitsflugs og drápu yfir 500 manns í sprengjuárásum á Bretland.[4]

Ósigur Þjóðverja í fyrri heimstyrjöldinni dró um tíma úr rekstri loftfara. Þrátt fyrir að DELAG hafði komið á daglegum áætlanaferðum á milli Berlínar, München og Friedrichshafen árið 1919 þurfti að gefa skipin sem notuð voru upp á bátinn vegna skilmála Versalasamningsins, sem bannaði Þjóðverjum einnig að smíða stór loftför. Ein undanþága var gefin til þess að smíða eitt loftfar fyrir bandaríska flotann, sem bjargaði fyrirtækinu frá því að hverfa. Árið 1926 var banni á smíði loftfara aflétt og með aðstoð frá fjárframlögum almennings var hafist handa við að smíða LZ 127 Graf Zeppelin. Þetta kom fyrirtækinu aftur í gang og á fjórða áratugi aldarinnar flugu Graf Zeppelin og hið stærra LZ 129 Hindenburg reglulega yfir hafið milli Þýskalands og bæði Norður- og Suður-Ameríku. Toppurinn á Empire State byggingunni, sem hannaður var í Art Deco stíl var upprunalega hannaður sem viðleguturn fyrir Zeppelin og fleiri loftför en hraðir vindar gerðu það ómögulegt og hætt var við þá áætlun.[5] Hindenburg loftfarið brann árið 1937 og var það ein ástæða hnignunar Zeppelin loftfara ásamt stjórnmálalegum og efnahagslegum vandamálum.

Helstu einkenni

breyta

Helstu einkenni hönnunar Zeppelin var efnisklæddur málmrammi búinn til úr hringjum sem lágu þversum og styrktarbitum sem lágu langsum sem inn í voru margir loftpúðar.[6] Kostur þessarar hönnunar var sá að þessi skip gátu orðið mun stærri en mjúk loftför, sem reiddu sig á örlítinn yfirþrýsting í blöðrunni til þess að halda lögun sinni. Rammi flestra Zeppelin-faranna var búinn til úr dúráli.

Heimildir

breyta
  1. Eckener 1938, pp. 155–157.
  2. Dooley 2004, p. A.187.
  3. Dooley 2004, p. A.190.
  4. Cole and Cheeseman 1984, p. 449.
  5. "ESB in the News. Geymt 11 ágúst 2011 í Wayback MachineEmpire State Building Company, July 2000. Retrieved: 21 January 2010.
  6. Airships GlobalSecurity.org. Retrieved: 20 July 2007.