Wood Buffalo-þjóðgarðurinn
Wood Buffalo-þjóðgarðurinn (enska: Wood Buffalo National Park,) er í norðaustur-Alberta og í suðurhluta Norðvesturhéraðanna. Hann er stærsti þjóðgarður Kanada og annar stærsti í heimi; tæpir 45.000 ferkílómetrar eða stærri en Sviss. Hann var stofnaður árið 1922 til að vernda búsvæði skógarvísunda (bison bison athabascae) en þar er hjörð sem telur nú 5000 dýr.
Svæðið var fyrst kannað af Evrópubúum seint á 18. öld. Kanada keypti svæðið af Hudson-skinnakaupfélaginu árið 1896. Rétt eftir árið 1925 var reynt var að flytja inn vísunda af sléttunum að sunnan á svæðið en það hafði þær afleiðingar að sjúkdómar breiddust út til skógarvísundanna sem voru fyrir.
Amerísk trana (Grus americana) verpir á svæðinu og er þetta annar varpstaður hennar sem vitað er um. Einnig er þetta nyrsti varpstaður ameríska hvíta pelíkanans (Pelecanus erythrorhynchos). Ýmis önnur dýr sem dæmigerð eru fyrir dýralíf Kanada lifa á svæðinu t.d.: Elgur, svart- og brúnbjörn, úlfur, fjallaljón, fálkar og ernir. Árið 2007 fannst stærsta stífla sem vitað er að bjórar hafa gert. Var hún 850 metra löng og sást á gervihnattamyndum. Svæðið er á barrskógabeltinu og eru svartgreni og hvítgreni algeng tré.
Birkifjöll (Birch mountains) má finna í suðurhluta þjóðgarðsins og Hreindýrafjöll (Caribou mountains) má finna í norðvesturhluta þjóðgarðsins. Fljótin kennd við Frið- (Peace river), Athabasca og Birki (Birch river) renna saman í ós en mikilvæg votlendi eru í þjóðgarðinum. Friðar-, Athabasca- og Þræla (Slave river)-fljót voru notuð sem samgönguæðar frumbyggja þar sem þeir fóru með kanóum. Talsvert er af vötnum og þau stærstu eru Claire-vatn og Vísundavatn (Buffalo lake).
Svæðið er orðið vinsælt fyrir störnu og norðurljósaskoðun. Höfuðstöðvar þjóðgarðsins eru í Fort Smith. Sunnan við þjóðgarðinn eru Athabasca-olíusandarnir.
Tengill
breytaHeimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Wood Buffalo National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. des. 2016.