Barrskógabeltið er lífbelti sem einkennist af skógum þar sem furur og önnur barrtré vaxa. Barrskógabeltið sem kallað er taiga í erlendum málum liggur aðallega á svæðum milli 50° og 60° norðlægrar breiddar og er mestur hluti barrskóganna í Rússlandi en einnig eru miklir barrskógar í Kanada og nyrstu fylkjum Bandaríkjanna og í Skandinavíu.

Barrskógabeltið
Skógur í barrskógabelti í Bandaríkjunum
Barrskógur að vetrarlagi í 350 m hæð í Þrándheimi

Einkenni barrskógabeltisins eru að vetur eru kaldir og snjóþungir og úrkoma aðallega í formi snævar, jarðvegur er næringarlítill og með hátt sýrustig og undirgróður er rýr því barrskógarnir eru mjög þéttir. Rotnun er hæg og mikið magn af rotnandi gróðurleifum þekja skógarbotninn.

Í barrskógabeltinu þekja fáar trjátegundir stór svæði. Það eru tegundir af ættkvíslum eins og: lerki (Larix), greni (Picea), þinur (Abies) og fura (Pinus). Í Skandinavíu er skógarfuran (Pinus sylvestris) mjög útbreidd. Einnig vaxa í barrskógabeltinu tegundir sem fella lauf eins og birki, aspir, ölur, reyniviður og víðitegundir.

Afar miklar sveiflur eru á hitastigi milli árstíða í síberíska barrskógabeltinu. Í janúar getur hitinn farið allt niður í –50°C en í júlí fer hitinn iðulega yfir 30°C. [1]

Heimild

breyta
  • „Hvað getið þið sagt mér um barrskógabeltið?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

breyta
  1. Hverjir eru helstu skógar Asíu Vísindavefur. Skoðað 18. janúar. 2016.