William „Bill“ McGuire Bryson (8. desember 1951) er bandarískur metsölubókahöfundur sem hefur ritað gamansamar bækur um ferðalög auk bóka um enska tungu og vísindi. Hann fæddist í Des Moines, Iowa og lærði við Drake University en hætti 1972 eftir að hafa ákveðið að ferðast um Evrópu í fjóra mánuði. Hann fór svo aftur til Evrópu ári síðar, þá í slagtogi við gamlan menntaskóla félaga Stephen Katz að nafni (síðarkom í ljós að þetta er ekki hans raunverulega nafn), en hann tók líka þátt í ferðalagi Bryson í bókinni A Walk in the Woods. Hann skrifar um reynslu sína af þessum ferðalögum í formi endurupplifana í bók sinni Neither Here Nor There, þar sem hann skrifar um svipað ferðalag sem hann fór tuttugu árum síðar.

Bill Bryson (2005)
Bill Bryson (2005)

Hann hefur unnið hjá bæði The Times og The Independent. Hann hætti blaðamennsku 1987. Hann hefur búið bæði á Bretlandi (þar sem hann hitti konuna sem hann síðar giftist) og í Bandaríkjunum til skiptis. Hann býr nú í Bretlandi. Hann hlaut Aventis verðlaun fyrir vísindabókmenntir 2004 fyrir víðfræga bók sína A Short History of Nearly Everything. Hann er núverandi heiðursrektor Háskólans í Durham.

Bækur eftir Bryson breyta

Ferðabækur breyta

Bækur um tungumál breyta

Vísindabækur breyta

Ævisögur breyta

Útværir tenglar breyta