Wikipedia:Markverðugleiki (íþróttir)
Þessi síða
lýsir stefnu sem víðtæk sátt er um að fara eftir á íslensku Wikipediu. Ekki breyta henni í ósátt við aðra notendur. |
Markverðugleiki |
---|
Leiðbeiningar um markverðugleika |
Leiðbeiningum þessum er ætlað að endurspegla megindráttum samkomulags Wikipediasamfélagsins um markverðugleika íþróttamanna, íþróttafélaga, íþróttakeppna, landsliða og sérsambanda ÍSÍ.
Mælikvarði
breytaEf grein sem fjallar um íþróttir uppfyllir eitt af eftirfarandi skilyrðum er greinin klárlega markvert efni. Allar fullyrðingar sem gera greinina markverða þarf að sannreyna með áreiðanlegum heimildum.
Íþróttamenn
breytaÍslenskur íþróttamaður telst markverður ef hann uppfyllir eitt af eftirfarandi skilyrðum:
- Hefur hlotið verðlaun eða viðurkenningu frá sérsambandi Íþrótta og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
- Hefur hlotið verðlaunin Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi
- Hefur unnið landsmót eða keppnisgrein á landsmóti
- Hefur spilað með liði á því tímabili sem það vinnur efstu deild
- Hefur spilað keppnisleik með A-landsliðinu (vináttulandsleikir teljast ekki með)
- Hefur tekið þátt í alþjóðlegu móti
- Hefur slegið Íslandsmet
- Er atvinnumaður
Erlendir íþróttamenn teljast markverðir ef þeir uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:
- er í efsta flokki styrkleikalista sem er gefinn út af viðurkenndum alþjóðlegum íþróttasamtökum
- Hefur spilað í efstu atvinnudeild landsins
- Hefur tekið þátt á alþjóðlegu móti
- Hefur slegið alþjóðlegt met
Íþróttafélög
breytaÍslensk íþróttafélög teljast markverð ef þau hafa tekið þátt í íþróttamóti eða -keppni.
Erlend íþróttafélög teljast markverð ef þau uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:´
- Hefur spilað í landsmóti eða -keppni
- Hefur spilað í efstu deild
Íþróttakeppnir
breytaKeppni sem er annaðhvort efsta bikarkeppni landsins, efsta deild landsins, landsmót eða keppni sem veitir liðum þáttökurétt í efstu bikarkeppninni telst markverð.
Annað
breyta- Öll landslið teljast markverð
- Öll sérsambönd innan ÍSÍ teljast markverð