Wikipedia:Markverðugleiki (tónlist)

Markverðugleiki

Leiðbeiningar um markverðugleika


Á þessari síðu eru nokkrar ábendingar um markverðugleika efnis sem varðar tónlist og tónlistarmenn. Athugið að þótt grein uppfylli ekki kröfur sem hér er lýst er ekki þar með sagt að það verði að eyða henni; að sama skapi er ekki þar með sagt að þótt grein uppfylli þær kröfur sem hér er lýst þurfi að halda henni. Þetta eru einungis þumalfingursreglur sem ætti að hafa í huga og sem hægt er að taka mið af.

Tónlistarmenn og hljómsveitir

breyta

Tónlistarmaður (eða hljómsveit) telst markverður ef hann uppfyllir eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  • Hefur átt lag á vinsældalista.
  • Hefur gefið út gullplötu.
  • Hefur gefið út tvær eða fleiri plötur hjá óháðu útgáfufyrirtæki.
  • Hefur hlotið mikla umfjöllun í fjölmiðlum (skólablöð og bloggsíður teljast ekki með).
  • Hefur hlotið tónlistarverðlaun, svo sem Grammy, Juno eða Mercury tónlistarverðlaunin.
  • Hefur hlotið mikla og reglulega spilun í útvarpi (fullyrðinguna þarf að vera hægt að sannreyna).

Hafa ber í huga að ef hljómsveitarmeðlimur er fyrst og fremst markverður vegna tengsla hans við hljómsveitina ætti alla jafnan að geta hans í aðalgreininni um hljómsveitina en ekki í sérstakri grein um hann sjálfan.

Lagahöfundar

breyta

Lagahöfundur telst markverður ef hann uppfyllir eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  • Hefur samið lag og/eða texta fyrir tónlistarmann eða hljómsveit sem telst markverð skv. ofangreindum viðmiðunum.
  • Hefur hlotið mikla umfjöllun í fjölmiðlum (skólablöð og bloggsíður teljast ekki með).

Aðrir

breyta

Um aðra, sem ekki eru í kastljósi fjölmiðla, gildir:

  • Viðkomandi er sagður í áreiðanlegum og sannreynanlegum heimildum vera áhrifamikill í sínum tónlistarsíl.
  • Viðkomandi er upphafsmaður tiltekinnar hefðar innan tiltekins tónlistarstíls.
  • Viðkomandi er oft umfjöllunarefni fjölmiðla sem sérhæfa sig í tilteknum tískustraumum.

Plötur

breyta

Plötur geta verið markverðar en oftast fer þó betur að geta þeirra á aðalsíðum um tónlistarmennina eða hljómsveitirnar. Eftirfarandi ætti að hafa í huga:

  • Grein um plötu verður að geta innihaldið meira en einungis lagalistann.
  • Alla jafnan ætti platan sjálf (en ekki einungis tónlistarmaðurinn eða hljómsveitin) að hafa verið áhrifamikil (upplýsingarnar þarf að vera hægt að sannreyna).

Heimildir

breyta

Góð heimild á netinu um tónlist og tónlistarmenn er All Music Guide, sem gefur til kynna afrek tónlistarmanna og hljómsveita. Önnur gagnleg heimild er síðan Discogs.