Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2009

Davíð Oddsson á fundi með George W. Bush í Hvíta húsinu árið 2004.
Davíð Oddsson á fundi með George W. Bush í Hvíta húsinu árið 2004.

Davíð Oddsson (fæddur 17. janúar 1948) er íslenskur lögfræðingur og ritstjóri Morgunblaðsins. Davíð er einn sigursælasti og vinsælasti, en um leið umdeildasti, stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Hann var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004 lengst allra, en var einnig borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 1982 til 1991, utanríkisráðherra frá 2004 til 2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2005. Davíð gegndi stöðu aðalbankastjóra Seðlabankans 2005 til 2009. Forystuhæfileikum hans hefur oft verið líkt við hæfileika fyrrum formanna Sjálfstæðisflokksins, Jóns Þorlákssonar, Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Davíð hefur einnig vakið athygli sem smásagnahöfundur, leikskáld og textahöfundur.

Fyrri mánuðir: FalklandseyjastríðiðRobert KochFinnland