Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2010

Íslenskur lager frá Vífilfelli.
Íslenskur lager frá Vífilfelli.

Bjór á Íslandi er framleiddur af fimm íslenskum brugghúsum. Langstærstu framleiðendurnir eru Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vífilfell. Mest af þeim bjór sem framleiddur er á Íslandi er ljós lagerbjór með 4,5-5,5% áfengismagn. Sala á áfengu öli var bönnuð á Íslandi frá upphafi bannáranna 1915 til 1. mars 1989 sem var kallaður „bjórdagurinn“ eða „B-dagurinn“ og þykir sumum við hæfi að gera sér dagamun þennan dag æ síðan. Íslenska ríkið hefur einkarétt á sölu áfengis og er salan í höndum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR).

Fyrri mánuðir: MuseJohn Stuart MillSólin