Coca-Cola European Partners Ísland
(Endurbeint frá Vífilfell)
Coca-Cola European Partners Ísland (skammstafað CCEP; áður Vífilfell) er íslenskur drykkjaframleiðandi og matvæladreifingaraðili. Fyrirtækið var stofnað af Birni Ólafssyni kaupmanni 1. júní 1942 til að framleiða drykkjarvörur undir sérleyfi frá Coca Cola fyrir íslenskan markað. Árið 2001 sameinaðist fyrirtækið fyrirtækinu Sól-Víking undir merkjum Vífilfells. Eftir það fór framleiðsla ávaxtadrykkja á borð við Svala og ölgerð Viking, Thule og Einstök fram innan vébanda fyrirtækisins. Fyrirtækið breytti um nafn árið 2016 í kjölfar stofnunar alþjóðlegu samsteypunnar Coca-Cola European Partners.[1] Ölgerð CCEP fer fram í verksmiðju Víking að Furuvöllum á Akureyri. Árið 2022 tilkynnti fyrirtækið að framleiðslu á Svala yrði hætt.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Vífilfell tekur upp nýtt nafn“. Viðskiptablaðið. 26.11.2016.
- ↑ Bjarki Sigurðsson (9.11.2022). „Hætta framleiðslu á Svala“. Vísir.is.