Wikipedia:Gæðagreinar/Grikkland hið forna

Meyjarhofið í Aþenu var byggt á 5. öld f.Kr.
Meyjarhofið í Aþenu var byggt á 5. öld f.Kr.

Grikkland hið forna vísar til hins grískumælandi heims í fornöld. Það vísar ekki eingöngu til þess landsvæðis sem Grikkland nær yfir í dag, heldur einnig landsvæða þar sem grískumælandi fólk bjó í fornöld: Kýpur og Eyjahafseyja, Jóníu í Litlu Asíu (í dag hluti Tyrklands), Sikileyjar og Suður-Ítalíu (nefnt Stóra Grikkland eða Magna Graecia í fornöld) og til ýmissa grískra nýlendna til dæmis í Kolkis (við botn Svartahafs), IllyríuBalkanskaga við strönd Adríahafs), í Þrakíu, Egyptalandi, Kýrenæku (í dag Líbýa), suðurhluta Gallíu (í dag Suður-Frakkland), á austur og norðaustur Íberíuskaga, í Íberíu (í dag Georgíu) og Táris (í dag Krímskaga).

Tímabilið nær frá því er grískumælandi menn settust fyrst að í Grikklandi á 2. árþúsundi f.Kr. og nær til loka fornaldar og upphafs kristni (kristni varð til áður en fornöld lauk en kristin menning er venjulega ekki talin til klassískrar fornaldarmenningar Grikklands). Flestir sagnfræðingar telja að í Grikklandi hinu forna liggi rætur vestrænnar menningar. Grísk menning hafði mikil áhrif á Rómaveldi, sem miðlaði menningunni áfram til margra landa Evrópu.

Lesa áfram um Grikkland...