Varsímaeyja
(Endurbeint frá Wake-eyja)
Varsímaeyja eða Wake-eyja er baugeyja í Norður-Kyrrahafi á leiðinni milli Honolúlú og Gvam. Varsímaeyja er yfirráðasvæði Bandaríkjanna undir stjórn bandaríska innanríkisráðuneytisins. Aðgangur að eyjunni er takmarkaður og allar framkvæmdir þar á hendi bandaríska flughersins, bandaríska hersins og þjónustufyrirtækisins Chugach McKinley, Inc..
Þótt talað sé um Varsímaeyju í eintölu, þá eru eyjarnar í raun þrjár umhverfis lónið í miðjunni. Þær heita Wake-eyja, Wilkes-eyja og Peale-eyja eftir foringjum í tveimur leiðangrum þangað 1796 og 1840, en það var spænskur landkönnuður, Álvaro de Mendaña de Neira, sem uppgötvaði eyjuna fyrstur árið 1568 og nefndi hana „San Francisco“.