Conny van Rietschoten

Cornelis „Conny“ van Rietschoten (23. mars 192617. desember 2013) var hollenskur siglingamaður sem sigraði siglingakeppnina Whitbread Round the World Race tvisvar í röð 1977/78 og 1981/82. Til þessa dags er hann sá eini sem hefur unnið keppnina tvisvar. Hann var fyrrum athafnamaður og nálgaðist keppnina á sama hátt og framleiðsluverkefni. Hann var þannig fyrstur til að skipuleggja umfangsmiklar æfingar með áhöfninni og fjárfesti í nýjum og bættum siglingagöllum og búnaði auk þess sem hann fékk skútuhönnuðina Sparkman & Stephens til að uppfæra hönnun Swan 65-gerðarinnar (sem hafði sigrað fyrstu keppnina) fyrir skútuna sína, Flyer. Flyer var smíðuð úr áli af Jachtwerf W. Huisman og var 65 feta tvímöstrungur en með lengri vatnslínulengd og meiri seglaflöt en eldri bátar af sömu gerð. Fyrir keppnina 1981 lét hann smíða 76 feta slúppu, Flyer II.

Conny van Rietschoten

Frá 1982 hafa Conny van Rietschoten-verðlaunin verið veitt besta siglingamanni Hollands árlega.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.