Victoriano Huerta

Forseti Mexíkó (1850-1916)

José Victoriano Huerta Márquez (22. desember 1850 – 13. janúar 1916) var mexíkóskur herforingi og 35. forseti Mexíkó.

Victoriano Huerta
Forseti Mexíkó
Í embætti
19. febrúar 1913 – 15. júlí 1914
ForveriPedro Lascuráin
EftirmaðurFrancisco S. Carvajal
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. desember 1850
Agua Gorda, Colotlán, Jalisco, Mexíkó
Látinn13. janúar 1916 (65 ára) El Paso, Texas, Bandaríkjunum
MakiEmilia Águila
StarfHerforingi, stjórnmálamaður

Eftir hafa gegnt herþjónustu í valdatíð einræðisherrans Porfirio Díaz varð Huerta háttsettur herforingi í lýðræðisstjórn Francisco I. Madero forseta í byrjun mexíkósku byltingarinnar. Árið 1913 lagði Huerta á ráðin gegn Madero, sem hafði treyst honum fyrir því að kveða niður minniháttar uppreisn í Mexíkóborg, steypti Madero af stóli og réð hann af dögum. Verknaður Huerta gengur undir nafninu „La Decena Tragica“ eða „grátlegu dagarnir tíu.“ Ríkisstjórn Huerta mætti strax mótspyrnu byltingarmanna og steypti þjóðinni þannig í borgarastyrjöld. Huerta neyddist því til að segja af sér og flýja landið árið 1914 eftir að ríkisherinn hafði hrunið, og hafði þá aðeins verið forseti í sautján mánuði. Í fyrri heimsstyrjöldinni tók Huerta þátt í samsæri með þýskum njósnurum í Bandaríkjunum en var handtekinn árið 1915 og dó í haldi Bandaríkjamanna.

Stuðningsmenn Huerta voru kallaðir „Huertistar“ á meðan byltingunni stóð. Í dag líta Mexíkanar enn á Huerta sem illmenni og kalla hann gjarnan „El Chacal“ („sjakalann“) og El Usurpador („valdaræningjann“). [1]

Tilvísanir

breyta
  1. McCartey, Laton. The Teapot Dome Scandal: how big oil bought the Harding White House and tried to steal the country, Random House, Inc., 2008, p. 1901.


Fyrirrennari:
Pedro Lascuráin
Forseti Mexíkó
(19. febrúar 191315. júlí 1914)
Eftirmaður:
Francisco S. Carvajal