Vetrarólympíuleikarnir 1994

Vetrarólympíuleikarnir 1994 voru ólympíuleikar haldnir í Lillehammer í Noregi 12. til 27. febrúar 1994. Aðeins tvö ár voru liðin frá síðustu vetrarólympíuleikum þar sem ákveðið var að láta vetrarleikana ekki bera upp á sama ári og sumarleikana eins og verið hafði áður. 67 lönd tóku þátt í leikunum, fleiri en nokkru sinni áður. Rússland vann flest verðlaun, en þetta voru fyrstu Ólympíuleikarnir sem landið tók sjálft þátt í frá upplausn Sovétríkjanna. Keppt var í tólf greinum: Alpagreinum, bobbsleðabruni, freestyle, íshokkíi, listskautahlaupi, norrænum greinum, skautahlaupi, stuttu skautahlaupi, skíðagöngu, skíðaskotfimi, skíðastökki, sleðabruni.

Frímerki gefin út í Kasakstan í tilefni af leikunum.