Skíðaskotfimi
Skíðaskotfimi er skíðaíþrótt sem tvinnar saman skíðagöngu og skotfimi. Í skíðaskotfimi er gengið með frjálsri aðferð (ganga hefðbundið eða skauta) milli þess sem skotið er á skotmörk, ýmist í liggjandi eða standandi stöðu. Á skotsvæðunum er skotið á fimm skotmörk í senn en fyrir hvert feilskot fær keppandi á sig refsihring eða tími lagður við heildarskíðatímann. Refsihringurinn er stuttur hringur til hliðar við brautina. Sá keppandi sigrar sem lýkur með stystan heildartíma.
Meðal besta skíðaskotfimifólks í heimi má nefna Ole Einar Bjørndalen, Manuela Henkel, og Sandrine Bailly.