Vera Illugadóttir

íslensk útvarpskona og rithöfundur

Vera Sóley Illugadóttir (f. 13. september 1989) er íslensk útvarpskona og rithöfundur. Hún vinnur sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og hefur frá árinu 2016 verið framleiðandi og þulur útvarps- og hlaðvarpsþáttarins Í ljósi sögunnar á Rás 1.

Vera er dóttir blaðamannsins Illuga Jökulssonar og leikkonunnar Guðrúnar S. Gísladóttur.[1] Hún er alin upp í miðbæ Reykjavíkur og gekk í Austurbæjarskóla og Menntaskólann í Hamrahlíð.[2] Vera hóf nám í arabísku og miðausturlandafræðum í Stokkhólmsháskóla árið 2010 og útskrifaðist þaðan árið 2013.[3] Hún hafði áður ferðast um Mið-Austurlönd í aðdraganda arabíska vorsins ásamt ömmu sinni, Jóhönnu Kristjónsdóttur, og fengið áhuga á sögu og menningu svæðisins.[4]

Ferill

breyta

Vera gaf árið 2012 út Svörtu bókina ásamt Helga Hrafni Guðmundssyni. Í bókinni birtist safn lagfærðra greina úr tímaritinu Skakka turninum og veftímaritinu Lemúrnum, sem Vera hafði áður tekið þátt í að semja.[2] Árið 2018 gaf Vera út bókina Þjóðhöfðingja Íslands, þar sem hún sagði stuttlega frá öllum þjóðhöfðingjum Íslands allt frá Hákoni gamla til Guðna Th. Jóhannessonar.

Árið 2014 gerði hún útvarpsþáttinn Leðurblakan þar sem fjallað var um dularfull og óupplýst mál. Veturinn 2019-2020 voru þættirnir endurfluttir sem hlaðvarp á Rúv Núll.

Árið 2016 gerði hún útvarp og hlaðvarpið Í ljósi sögunnar sem hefur verið á dagskrá á Rás 1 síðan með sumarleyfum. Í þættinum er fjallað um ýmis sagnfræðileg málefni, gjarnan með skírskotun í málefni líðandi stundar.

Tilvísanir

breyta
  1. Val­gerður Þ. Jóns­dótt­ir (28. júlí 2016). „Píla­gríms­ferð á slóðir Fórn­ar­inn­ar“. mbl.is. Sótt 15. júlí 2019.
  2. 2,0 2,1 Vigdís Hafliðadóttir (17. september 2018). „Kjaftfor krakki sem hékk með rónum“. RÚV. Sótt 15. júlí 2019.
  3. Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir (1. maí 2018). „Meiri áhuga á sögum en sögu“. Stúdentablaðið. Sótt 15. júlí 2019.
  4. Ragna Gestsdóttir (27. september 2018). „Vera Illugadóttir segir frá ferðum sínum um Miðausturlönd“. DV. Sótt 15. júlí 2019.