Sverðbræður
(Endurbeint frá Sverðriddarar)
Sverðbræður (latína: Fratres militiæ Christi Livoniae, þýska: Schwertbrüderorden) var riddararegla sem Albert Líflandsbiskup stofnaði árið 1202 í Líflandi. Innósentíus 3. páfi staðfesti stofnun reglunnar tveimur árum síðar.
Eftir ósigur gegn Litáum í orrustunni við Sól 1236 var reglan innlimuð í Þýsku riddararegluna sem sjálfstæð deild.