Víti er stærstur sprengigíga í Öskju. Gígurinn er við norðurbarm vatnsins og þunn brík er á milli hans og Öskju. Gígurinn er um 60 metra djúpur og 300 metrar í þvermál. Umhverfis gíginn er vikurkeila, um 12 m há. Víti myndaðist í Öskjugosinu 1875 og að öllum líkindum í gufusprengingu.

Víti

Eldvirkni breyta

Í gosinu 1875 spúði gígurinn ösku og vikri í einu stærsta öskugosi í sögu landsins. Öskufallið af því gosi fór illa með byggð á Austurlandi og olli því að margir fluttu til Ameríku.

Áætlað magn af ösku í þessu gosi er 2-2,5 rúmkílómetrar og af því hafa 0,8 rúmkílómetrar fallið á Íslandi. En askan af því gosi náði til Stokkhólms 38 tímum og þar sem síðan var hægt að efnagreina öskuna. Víti og Askja tilheyra sprungukerfi sem er eitt lengsta og virkasta sprungukerfi landsins. En það nær frá Dyngjujökli að Öskju og gegnum Jökulsá á Fjöllum og niður að sjó. Það er kallað Öskjukerfið og hefur gosið a.m.k 50 sinnum á nútíma. Helstu gosin eru þá goshrinan frá 1984-1985. Nokkur eldgos 1921-1930 og síðast gaus 1961. Það má þessvegna sjá mikil ummerki á þessu svæði um eldsumbrot.

Bandarískir geimfarar komu hingað til lands á þetta svæði til þess að æfa sig fyrir tunglferðina uppúr 1960. Svæðið þótti minna á landslag tunglsins. Með þeim í för var jarðfræðingurinn Sigurður Þórarinsson, hann var aðalkennari hópsins. Þeir lærðu helst af honum um gíga, gosmenjar og jarðlög.

Ferðamannastaður breyta

Margir ferðamenn heimsækja Víti árlega en leiðin þangað er löng og torfærin. Þaðan má sjá fjallarisa eins og Kverkfjöll og Herðubreið. Á móti gígnum rísa síðan Dyngjufjöll. Þorvaldur Thoroddsen lýsti því svo að hér væri náttúran öll hrikalegri og mikilfenglegri en á nokkrum öðrum stað á Íslandi og sá sem einu sinni hafi staðið á barmi jarðfallsins gleymi því aldrei.

Hægt að baða sig í Víti. En vatnið í gígnum er brennisteinsvatn og nær um átta metra dýpt. Vatnið er misheitt, 20°C-60°C. Mikill hiti getur verið í leðjunni við austurbakkann sem getur verið hættulegur. Brennisteinsgufa getur haft áhrif á öndunarfæri og hefur valdið því að fólk hefur fallið í yfirlið.

Heimildir breyta

  • Ari Trausti Guðmundsson (2001). Íslenskar eldstöðvar. Reykjavík: Vaka-Helgafell
  • Jón G. Snæland (2009). Heitar laugar á Íslandi. Skrudda
  • Páll Ásgeir Ásgeirsson (2001). Hálendis handbókin. Reykjavík: Skerpla
  • Tómas Einarsson og Helgi Magnússon (ritstj.) (1989). Íslands handbókin náttúra, saga og sérkenni, síðara bindi. Örn og Örlygur
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1980). Landið þitt Ísland. Örn og Örlygur
  • Örlygur Hálfdánarsson (ritstj.) (2002). Vegahandbókin ferðahandbókin þín. Stöng

Tengt efni breyta

   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.