Efnagreining
Efnagreining er greining sýna til þess að fá skilning á efnainnihaldi þeirra og byggingu
Gerðir
breytaEfnagreiningu er í hægt að skipta niður í tvo aðalflokka, annars vegar magnbunda og síðan hlutlæga:
- Hlutlæg ólífræn greining leitast til að fá úr því skorið að eitthvert frumefni eða ólífrænt efnasamband sé í sýninu.
- Hlutlæg lífræn greining reynir að finna hvaða virku hópar eða lífræna efnasamband sé í sýni.
- Magnbundin efnagreining reynir að finna hvaða magn er af tilteknu frumefni eða efnasambandi í tiilteknu sýni.
Uppistaðan er nútímaefnagreiningu er magnbundin. Hægt er að skipta henni niður í nokkur ólík svið. Til dæmis er hægt að greina sýni með tilliti til magns af einu tilteknu frumefni eða magni frumefnis í stökum virkum hóp. Seinni aðferð er sérstaklega hentug fyrir líffræðileg kerfi. Sameindirnar sem byggja upp lífið innihalda kolefni, vetni, nitur og fleiri frumefni í mörgum mjög flóknum byggingum.
Aðferðir
breytaFjöldi þeirra aðferða sem hægt er að beita til þess að greina efni í sundur eða magn þeirra er ótrúlegur. hérna eru nokkrar aðferðir.
- Aðskiljun efna til þess að mæla massa eða rúmmál endalegs efnis. Hér er til dæmis eitt efnið fengið til þess að falla og síðan er það síað frá.
- Rófagreining með tækjum. Með því að með gleypni ljóss í lausn eða gasi getum við reiknað út styrk marga efna í sýninu, venjulega án þess að þurfa að skilja efnin í sundur. Með nýrri aðferðum á þessu sviði er NMR-rófagreining, sem er reyndar hægt að beita í bæði magnbundna og hlutlæga efnagreiningu.
- Margar aðferðir blanda saman tveim eða fleiri greiningaraðferðum. Fyrsta þrepið gæti til dæmis verið aðskiljun með til dæmis gasskilju og síðan færi sýnið í massagreini.