Nálaþinur (fræðiheiti: Abies holophylla, kínverska: 杉松) er tegund af þin ættuð úr fjallahéruðum Norður-Kóreu, Suður-Prímorju í Rússlandi og Kína (Heilongjiang, Jilin og Liaoning).

Manchurian fir
Ungt tré
Ungt tré
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. holophylla

Tvínefni
Abies holophylla
Maxim.
Samheiti

Pinus holophylla (Maxim.) Parl.
Picea holophylla (Maxim.) Gordon
Abies holophylla var. aspericorticea Y.Y. Sun

Þetta er sígrænt barrtré sem verður 30 til 40 metra hátt með stofnþvermál um 1 meter, krónan er mjó-keilulaga og greinirnar standa lárétt út. Börkurinn er hreistraður og grábrúnn með kvoðublöðrum. Barrið ("nálar") er flatt, 2 til 4 sm langt og 1.5 til 2.5 mmbreitt, og stendur hornrétt frá sprotanum og endar í oddi.[2] Það stendur til tveggja hliða, en ekki flatt eins og til dæmis á Evrópuþin. Yfirleitt standa þau meir eða minna upp frá sprotanum með V laga geil fyrir ofan. Ólíkt Evrópuþini er barrið hvasst og stingandi, án nokkurar sýlingar.[3] Það er skærgrænt að ofan og grænhvítt að neðan með tvær hvítar rendur, hvor mynduð úr 7 til 10 vaxhúðuðum loftaugarákum. Sprotarnir eru hárlaus, glansandi gul-gráir þegar ungir og verða síðan grábrúnir. Könglarnir eru 12 til 14 sm langir og 4 til 5 sm breiðir, gulbrúnir, og örlítið mjókkandi með sljótt ávölum enda. Stoðblöð hreisturskeljanna eru falin undir hreisturskeljunum. Fræin eru 8 til 9 mm löng (með 1.5mm löngum fleyglaga væng), losna þegar könglarnir sundrast við þroska í október.

Nálaþinur er stundum, en ekki almennt, notaður til prýðis.[2]

Myndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Katsuki, T.; Zhang, D & Rushforth, K. (2013). "Abies holophylla". The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42287A2969916. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42287A2969916.en. Retrieved 9 January 2018.
  2. 2,0 2,1 Conifer Specialist Group (1998). „Abies holophylla“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.
  3. Seneta, Włodzimierz (1981). Drzewa i krzewy iglaste (Barrtré og runnar) (pólska) (1st. útgáfa). Warsaw: Państwowe Wydawnictwo Naukowe (PWN). ISBN 83-01-01663-9.

Ytri tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.