Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Íslands
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Íslands er eitt af ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður er Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Íslands og æðsti embættismaður þess er ráðuneytisstjóri.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið | |
---|---|
Stofnár | 1990 [1] |
Ráðherra | Jóhann Páll Jóhannsson[2] |
Ráðuneytisstjóri | Sigríður Auður Arnardóttir [3] |
Fjárveiting | 9.811,5 2015 |
Staðsetning | Skuggasund 1 101 Reykjavík |
Vefsíða |
Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands[4] fer ráðuneytið með þau mál er varða:
- Náttúruvernd, þ.m.t. landgræðslu, vernd vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni og erfðaauðlinda, þjóðgarða, aðra en Þingvallaþjóðgarð, og friðlýst svæði.
- Friðunar- og uppgræðsluaðgerðir á sviði gróður- og skógverndar, skógrækt, aðra en landshlutabundna og nytjaskóga, og fyrirhleðslur.
- Rannsóknir á sviði umhverfismála og umhverfisvöktun, sem ekki er lögð til annars ráðuneytis.
- Mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs, hollustuhætti, heilbrigðiseftirlit, eiturefni og hættuleg efni.
- Skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og gerð landnýtingaráætlana.
- Byggingarmál og brunavarnir.
- Veðurþjónustu, varnir gegn ofanflóðum, fjarkönnun og mælingar og rannsóknir á vatnafari landsins.
- Dýravernd og stjórnun veiða á villtum fuglum og villtum spendýrum öðrum en sjávarspendýrum.
- Loftslagsvernd.
- Landmælingar og kortagerð.
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Um ráðuneytið“. Sótt 8. apríl 2010.
- ↑ „Jóhann Páll Jóhannsson tekinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu af Guðlaugi Þór Þórðarsyni“. Sótt 23. desember 2024.
- ↑ „Starfsmenn“. Sótt 11. júnlí 2014.
- ↑ „Reglugerð um Stjórnarráð Íslands“. Sótt 21. febrúar 2010.