Líffræðilegur fjölbreytileiki

(Endurbeint frá Líffræðileg fjölbreytni)

Líffræðilegur fjölbreytileiki eða líffjölbreytni er breytileiki lífvera í tilteknu vistkerfi, lífbelti eða á jörðunni allri. Líffræðilegur fjölbreytileiki er stundum notaður sem mælikvarði á heilsu vistkerfa. Í dag lifa milljónir ólíkra tegunda lífvera á jörðunni. Þær eru niðurstaða 3,5 milljarða ára þróunar.

Líffræðilegur fjölbreytileiki kóralrifs

Árið 2010 er alþjóðlegt ár líffræðilegs fjölbreytileika.

Hugtakið varð fyrst almennt meðal náttúruverndarsinna og innan verndunarlíffræði á 9. áratug 20. aldar.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.