Líffræðileg fjölbreytni
Líffræðileg fjölbreytni eða líffjölbreytni er hugtak sem nær yfir fjölbreytni vistkerfa og tegunda en einnig um fjölbreytni innan tegunda. Þegar talað er um fjölbreytni innan tegunda er átt við bæði útlit (svipgerð) og erfðir (arfgerð). Í dag lifa milljónir ólíkra tegunda lífvera á jörðunni. Þær eru niðurstaða 3,5 milljarða ára þróunar.
Mikilvægt er að tryggja að þeir ferlar sem liggja til grundvallar við myndun líffræðilegrar fjölbreytni fái að starfa óhindrað.
Hugtakið varð fyrst almennt meðal náttúruverndarsinna og innan verndunarlíffræði á 9. áratug 20. aldar. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1992 sem haldin var í Rio de Janeiro í Brasilíu skrifuðu 150 þjóðir undir samning um verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Í samningnum koma fram þrjú meginmarkmið; 1) verndun líffræðilegrar fjölbreytni, 2) sjálfbær nýting náttúrunnar, og 3) jöfn og réttlát skipting ávinnings af notkun erfðaauðlinda.[1]
Árið 2010 var alþjóðlegt ár líffræðilegrar fjölbreytni.
Tilvísanir
breyta- ↑ CBD Secretariat. „Convention on biological diversity“. United Nations.