Gullsmári

(Endurbeint frá Trifolium aureum)

Gullsmári, eða Trifolium aureum,[2][3][2][4] er tegund af smára sem vex um mestalla Evrasíu.

Gullsmári

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættkvísl: Smárar (Trifolium)
Tegund:
T. aureum

Tvínefni
Trifolium aureum
Pollich[1]
Samheiti
  • Chrysaspis aurea (Pollich) Greene
  • Trifolium agrarium L.
  • Trifolium strepens Crantz

Gullsmári er smávaxin, upprétt tvíær jurt, 10 til 30 sm há. Eins og allir smárar er hann með blöðin skift í þrjú smáblöð, sem eru 15 til 25 mm löng og 6 til 9 mm breið. Gul blómin eru í smáum, aflangt rúnnuðum blómskipunum 12 til 20 mm í þvermál, á enda stönguls. Eftir því sem þau eldast, verða blómin brún og pappírskennd. Fræbelgurinn er yfirleitt með tvö fræ.

Hinn náskyldi Engjasmári (Trifolium campestre) er áþekkur, en lægri, breiðari, og með smærri blöð og blóm. Mið smáblaðið á honum er líka á stuttum legg.

Ræktun og nytjar

breyta

Gullsmári er algengur í Evrópu, og vex vel í snauðum óröskuðum jarðvegi. Þó að hann hafi líklega gott næringargildi, þá eru fjölærar jurtir hentugri sem beitarplöntur.

Útbreiðsla

breyta

Trifolium aureum er er upprunalegur um EvrópuRússlandi er það líka norður Kákasus og vestur Síbería; á Spáni eingöngu í norðaustri; og í Evrópuhluta Úkraínu, líka Krímskagi); vestur og norður Asía og MiðausturlöndArmeníu; Azerbaijan; Georgíu; norður Íran; Líbanon; og Tyrkland); og Afríka (eingöngu Kanaríeyjar).[2]

Trifolium aureum er víða orðinn ílendur í Norður Ameríku:[2] hann var fyrst fluttur inn til U.S.Pennsylvania) um 1800,[heimild vantar] þar sem hann finnst í vestur (jafnvel norður til Alaska) og austur héruðum landsins, en ekki því miðju og ekki í mestöllum suður hðéruðunum.[4] Hann finnst nú einig í Kanada í öllum suðurhéruðunum (Manitoba þó hugsanlega undanskilið).[4]

Bókmenntir

breyta
  • Blamey, M. & Grey-Wilson, C. (1989). The Illustrated Flora of Britain and Northern Europe. Hodder & Stoughton. ISBN 0-340-40170-2.

Tilvísanir

breyta
  1. Trifolium aureum was originally described and published in Historia Plantarum in Palatinatu Electoralis 2: 344–345. 1777. „Name - Trifolium aureum Pollich“. Tropicos. Saint Louis, Missouri: Missouri Botanical Garden. Sótt 14. maí 2012.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 GRIN (23. mars 2007). Trifolium aureum information from NPGS/GRIN“. Taxonomy for Plants. National Germplasm Resources Laboratory, Beltsville, Maryland: USDA, ARS, National Genetic Resources Program. Afrit af upprunalegu geymt þann nóvember 12, 2012. Sótt 14. maí 2012.
  3. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Profile for Trifolium aureum (golden clover)“. PLANTS Database. USDA, NRCS. Afrit af upprunalegu geymt þann júní 13, 2012. Sótt 14. maí 2012.

Ytri tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.