Trausti Breiðfjörð Magnússon
Trausti Breiðfjörð Magnússon er íslenskur stjórnmálamaður. Hann var borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur frá 2022 til 2024.[1]
Trausti Breiðfjörð Magnússon | |
---|---|
Fæddur | 1. apríl 1996 |
Störf | Stjórnmálamaður |
Flokkur | Sósíalistaflokkurinn |
Æviágrip
breytaTrausti fæddist í Reykjavík árið 1996 og ólst upp í Grafarvogi. Hann er með rætur utan af landi, bæði norður í Hrútafirði og norðan af Ströndum.[1] Afi hans hét líka Trausti Breiðfjörð Magnússon.[2]
Trausti lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut frá Menntaskólanum við Sund og Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2016. Hann hóf síðan nám í sálfræði og félagsfræði við Háskóla Íslands, en tók hlé frá námi vegna kjörs í borgarstjórn árið 2022.[1]
Trausti hefur unnið við, m.a. sem veitingaþjónn, leiðbeinandi, velferðarstarfsmaður og dagskrárgerðarmaður. Hann hefur einnig lokið námskeiði sem veitir landvarðarréttindi og ferðaðist um heiminn í sex mánuði árið 2017.[1]
Stjórnmál
breytaHann var skipaður í annað sæti hjá á Sósíalistaflokknum fyrir Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2022. Hann náði kjöri og var annar borgarfulltrúi flokksins á eftir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Í september 2024 fékk Trausti lausn frá störfum í borgarstjórn og tók Andrea Helgadóttir sæti hans.
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Borgarfulltrúi Sósíalistaflokkurinn“. Reykjavik.
- ↑ Jón Bjarki Magnússon (14. ágúst 2018). „Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér"“. Heimildin. Sótt 14. júlí 2024.