Tröllatré
Tröllatré (fræðiheiti: Eucalyptus,[1] L'Héritier 1789)[2] er stór ættkvísl runna og trjáa í myrtu ætt, Myrtaceae. Þessi ættkvísl er ríkjandi í Ástralíu og einungis 9 tegundir ættkvíslarinnar vaxa ekki þar. Það eru yfir 700 tegundir af Eucalyptus og aðeins 15 sem finnast náttúrulega utan Ástralíu; í Nýju-Guíneu og Indónesíu. Ein tegund, Eucalyptus deglupta, vex norður til Filippseyja.
Tröllatré | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Brum, blóm, fræbelgir og blöð E. tereticornis
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Fjölbreytni | ||||||||||||
um 700 tegundir | ||||||||||||
Einkennistegund | ||||||||||||
Eucalyptus obliqua L'Hér. 1789 | ||||||||||||
Náttúruleg útbreiðsla
| ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
Aromadendron Andrews ex Steud. |
Lýsing
breytaBlöð
breytaNær allar tegundir af eucalyptus eru sígrænar, en sumar hitabeltistegundirnar missa blöðin við lok þurrkatímabilsins. Eins og hjá öðrum tegundum myrtu ættar, eru Eucalyptus blöð þakin olíukirtlum.
Blöðin á fullvöxnum Eucalyptustrjám eru oftast lensulaga, stakstæð og vaxkennd eða gljáandi græn. Aftur á móti eru blöðin á smáplöntum gagnstæð og bládöggvuð, en margar undantekningar þekkjast.
Skyldar ættkvíslir
breytaLítil ættkvísl af líkum trjám, Angophora, hefur einnig verið þekkt síðan á 18du öld. Erfðafræðirannsóknir og aðrar greiningar bentu árið 1995 til að nokkrar þekktar eucalyptus tegundir væru í raun skyldari Angophora en öðrum Eucalyptus; þær voru settar í eigin ættkvísl: Corymbia. Þrátt fyrir að vera aðskildar, eru þessir þrír hópar tengdir og er þessar þrjár ættkvíslir, Angophora, Corymbia og Eucalyptus, saman nefndar "eucalypts".
Hæstu tré
breytaNokkrar eucalyptus tegundir eru meðal hæstu tegunda heims. Eucalyptus regnans, er hæst allra blómstrandi plantna (angiosperms); hæsta eintakið er Centurion er 99,6m hátt.[3][4] Degli er jafnhátt, aðeins Sequoia sempervirens er hærri, og þau eru barrtré (gymnosperm). Sex aðrar eucalyptus tegundir ná yfir 80 metrum á hæð: Eucalyptus obliqua, Eucalyptus delegatensis, Eucalyptus diversicolor, Eucalyptus nitens, Eucalyptus globulus og Eucalyptus viminalis.
Frostþol
breytaYfirleitt þolir eucalyptus ekki mikinn kulda. Þó að víða þar sem eucalyptus vex kemur vægt frost, þá þola þau yfirleitt ekki að hitinn fari niður fyrir -5°C;[5][6][7] harðgerðasta tegundin er Eucalyptus pauciflora, sem getur þolað að hitinn fari niður í -20°C. Tvær undirtegundir, E. pauciflora subsp. niphophila og E. pauciflora subsp. debeuzevillei er enn harðgerðari og geta þolað nokkuð harða vetur. Nokkrar aðrar tegundir, sérstaklega frá hásléttum og fjöllum mið Tasmaníu svo sem Eucalyptus coccifera, Eucalyptus subcrenulata og Eucalyptus gunnii,[8] hafa myndað sérstaklega harðgerðar gerðir og fræ sem er safnað af þessum kuldaþolnu gerðum eru ræktuð sem skrautplöntur á kaldari svæðum heimsins.
Myndasafn
breyta-
Eucalyptus sideroxylon, greinar, blöð og fræbelgir.
-
Eucalyptus skógur í East Gippsland, Victoria (Ástralíu). Aðallega E. albens.
-
Eucalyptus skógur í East Gippsland, Victoria (Ástralíu). Aðallega E. albens.
-
Eucalyptus bridgesiana við Red Hill (Australian Capital Territory).
-
Eucalyptus cinerea x pulverulenta - National Botanical Gardens Canberra
-
Gall á Eucalyptus
-
A snow gum (E. pauciflora), að vetri í Áströlsku Ölpunum
-
Eucalyptus saligna vestur af Port Macquarie, New South Wales
-
Eucalyptus regnans tré í Sherbrooke Forest, Victoria (Ástralíu)
Sjá einnig
breytaAthugasemdir
breyta- ↑ Sunset Western Garden Book, 1995:606–607
- ↑ L'Héritier de Brutelles, C. L. (1789). "Sertum Anglicum. Didot. Paris.
- ↑ „Tasmania's Ten Tallest Giants“. Tasmanian Giant Trees Consultative Committee. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júlí 2008. Sótt 7. janúar 2009.
- ↑ „The World's New Tallest Tree“.
- ↑ Sellers, C. H. (1910). Eucalyptus: Its History, Growth, and Utilization. A.J. Johnston. bls. 13.
- ↑ Sekella, D. (janúar 2003). „Cold Hardiness of Five Eucalypts in Northern California“. Pacific Horticulture. Pacific Horticulture Society. 64 (1). Sótt 31. ágúst 2016.
- ↑ Hasey, J. K.; Connor, J. M. (1. mars 1990). „Eucalyptus shows unexpected cold tolerance“. California Agriculture. University of California. 44 (2): 25–27. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. september 2016. Sótt 31. ágúst 2016.
- ↑ „Eucalyptus gunnii subsp. divaricata (Miena Cider Gum)“. [Australian] Threatened species & ecological communities. Dept. of the Environment [Australia]. Sótt 23. nóvember 2013.
Tilvísanir
breyta- Myburg et al. The genome of Eucalyptus grandis, Nature(2014), doi:10.1038/nature13308
- Bennett, B.M. The El Dorado of Forestry: The Eucalyptus in India, South Africa, and Thailand, 1850–2000 Geymt 20 ágúst 2016 í Wayback Machine 55, Supplement 18 (2010): 27-50.
- Blakely, W.F., A Key to the Eucalypts: with descriptions of 522 species and 150 varieties. Third Edition, 1965, Forest and Timber Bureau, Canberra.
- Boland, D.J.; M.I.H.; McDonald; M.W.; Chippendale; G.M.; Hall; N.; Hyland; B.P.M.; Kleinig; D.A. (2006). Forest Trees of Australia. Collingwood, Victoria: CSIRO Publishing. 5th edition. ISBN 0-643-06969-0
- Brooker, M.I.H.; Kleinig, D.A. (2006). Field Guide to Eucalyptus. Melbourne: Bloomings. Third edition. ISBN 1-876473-52-5 vol. 1. South-eastern Australia.
- Kelly, Stan, text by G. M. Chippendale and R. D. Johnston, Eucalypts: Volume I. Nelson, Melbourne 1969, 1982, etc.
- L'Héritier de Brutelles, C. L. (1789). Sertum Anglicum. Paris: Didot.
- Richard K. P. Pankhurst (1968). Economic History of Ethiopia. Addis Ababa: Haile Selassie I University.
Ytri tenglar
breyta- ANPSA Plant Guide: Eucalyptus, Corymbia and Angophora Geymt 25 janúar 2014 í Wayback Machine
- EUCLID Sample Geymt 13 október 2009 í Wayback Machine, CSIRO
- Currency Creek Arboretum - Eucalypt Research
- Eucalyptus Online Book & Newsletter by Celso Foelkel (2005-current)
- Eucalyptus globulus Diagnostic photos: tree, leaves, bark
- L'Héritier's original diagnosis of the genus online on Project Gutenberg
- Handbook of Energy Crops Duke, James A. 1983.
- The Eucalyptus of California: Seeds of Good or Seeds of Evil? Geymt 27 september 2019 í Wayback Machine Santos, Robert. 1997 Denair, CA : Alley-Cass Útgáfur
- "The Rise and Fall of the Gum Tree: How California Came to Love—then Disown—Eucalyptus" Farmer, Jared. 2014.
- "Impacts of Monoculture: The Case of Eucalyptus Plantations in Thailand"
- EUCALYPTOLOGICS: Information Resources on Eucalyptus cultivation around the World Iglesias Trabado, Gustavo (2007-current)
- Eucalyptus camaldulensis in wildflowers of Israel
- Institute of Forest Genetics and Tree Breeding