Blágúmmítré
(Endurbeint frá Eucalyptus globulus)
Blágúmmítré (fræðiheiti: Eucalyptus globulus), einnig kallað fenjagleypir og sóttvarnartré, er hraðvaxta tré af brúðarlaufætt (Myrtacee). Það er upprunnið í Ástralíu og Tasmaníu en ræktað víða meðal annars í Portúgal, Brasilíu og Kaliforníu. Tréð er nytjaviður og er viðurinn gulleitur og þéttur og hentar til pappírsgerðar og úr honum er eimuð olía. Tréð þarf mikið vatn til vaxtar og hefur verið notað á heittempruðum svæðum til að þurrka upp mýrar en við það hverfa að miklu leyti moskítóflugur og aðrar flugur sem valda sjúkdómum.
Blágúmmítré | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
E. globulus í Hawaii
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Eucalyptus globulus Labill. | ||||||||||||||||
Wikilífverur eru með efni sem tengist Eucalyptus globulus.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Eucalyptus globulus.