Torres del Paine-þjóðgarðurinn

Torres del Paine-þjóðgarðurinn (spænska: Parque Nacional Torres del Paine) er þjóðgarður í Patagóníu í suður-Síle. Hann er staðsettur 112 kílómetra norður af borginni Puerto Natales og var stofnaður árið 1959. Stærð hans um 2400 ferkílómetrar. Paine þýðir blár á máli Tehuelche-frumbyggja svæðisins. Paine-fjallgarðurinn er miðdepill þjóðgarðsins með graníttindana Torres del Paine (Paine-turnar) sem eru eitt mest áberandi kennileiti þjóðgarðsins (2884 metrar). Suður Patagóniu-jökull þekur stórt svæði í þjóðgarðinum og koma skriðjöklar niður úr honum á láglendi. Jöklarnir hafa myndað fjölmörg stöðuvötn. Í vestri á þjóðgarðurinn landamæri að Bernardo O'Higgins-þjóðgarðinum og í norðri að Los Glaciares-þjóðgarðinum í Argentínu. Göngufólk má ekki fara af göngustígunum þjóðgarðsins.

Staðsetning innan Síle.
Kort.
Paine-Turnarnir.
Cuernos del Paine frá Pehoé-vatni.
Valle del Frances.

Dýra- og plöntulífBreyta

Fjallaljón og refir eru meðal rándýra. Gúanakka (guanaco), dýr skylt lamadýri, og huemul, suður-andeskt hjartardýr eru meðal grasbíta svæðisins. Andes-Kondór er stærstur ránfugla. Nandúi, fugl skyldur strútum, er meðal stærri fugla. Snælenja og hvítlenja er meðal trjátegunda.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Torres del Paine National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. jan. 2017.