Tom Foley

Bandarískur stjórnmálamaður

Thomas Stephen Foley (6. mars 192918. október 2013) var bandarískur stjórnmálamaður. Foley sat á þingi fyrir demokrataflokkinn sem fulltrúi 5. kjördæmis Washingtonríkis frá 1965 til 1995. Foley var þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá 1989 til 1995.

Tom Foley
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Í embætti
6. júní 1989 – 3. janúar 1995
ForveriJim Wright
EftirmaðurNewt Gingrich
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 5. kjördæmi Washington
Í embætti
3. janúar 1965 – 3. janúar 1995
ForveriWalt Horan
EftirmaðurGeorge Nethercutt
Persónulegar upplýsingar
Fæddur6. mars 1929
Spokane, Washington, Bandaríkjunum
Látinn18. október 2013 (84 ára) Washington, D.C., Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiHeather Strachan ​(g. 1968)
HáskóliGonzaga-háskóli
Washington-háskóli
StarfFyrrum forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sendiherra

Foley, sem er lögfræðingur að mennt, var fyrst kjörinn á þing í stórsigri demókrataflokksins í kosningunum 1964 þegar frambjóðandi demókrata Lyndon B. Johnson sigraði repúblíkanann Barry Goldwater. Kjördæmi Foley hafði fram að því kosið repúblíkana en eftir að hafa náð kjöri 1964 náði Foley kjöri með nokkuð öruggum hætti í þrjá áratugi. Í kosningunum 1994, þar sem repúblíkanar unnu sögulegan stórsigur sinn undir forystu Newt Gingrich, féll Foley hins vegar út af þingi og var fyrstur sitjandi þingforseta í sögu Bandaríkjanna til að ná ekki endurkjöri.

Árið 1981 var Foley kjörinn „Svipa“ demokrataflokksins í fulltrúadeildinni. Foley gegndi því embætti til 1987, þegar hann tók við embætti þingflokksformanns. Árið 1989 tók Foley við sem forseti deildarinnar af Jim Wright. Foley gegndi því starfi til 1995 þegar hann féll út af þingi. Árið 1997 skipaði Bill Clinton Foley sendiherra Bandaríkjanna í Japan. Foley gegndi því starfi til 2001 þegar hann settist í helgan stein.


Fyrirrennari:
Jim Wright
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
(1989 – 1995)
Eftirmaður:
Newt Gingrich