Theodor W. Adorno
Theodor W. Adorno, fæddur Theodor Ludwig Wiesengrund (11. september 1903 - 6. ágúst 1969) var þýskur heimspekingur, félagsfræðingur og tónskáld. Þekktastur er hann fyrir aðild sína að Critical Theory. Hann var einn af merkustu fræðimönnum 20. aldarinnar. Hann var kenndur við Frankfurtskólann þar sem að hann kenndi, ásamt fleiri merkum hugsuðum 20. aldarinnar.
Uppeldi og yngri ár
breytaAdorno var fæddur í Frankfurt am Main. Hann var einkabarn Oscar Alexander Wiesengrund (1870–1946) og Maria Calvelli-Adorno della Piana (1865–1952). Faðir hans rak farsælt vínútfluttningsfyrirtæki og mamma hans starfaði við söng. Systir móðir hans, Agathe sem bjó hjá þeim söng einnig og spilaði á píanó. Þær settu báðar mikið mark á æsku hans með tónlistalegu uppeldi og kennslu. Um tólf ára aldur spilaði hann verk eftir Beethoven á píanóið[1].
Menntun og tónlist
breytaVið sex ára aldur hóf hann nám við Deutschherren áður hann var færður yfir í Kaiser-Wilhelm Gymnasium, þar sem hann lærði frá 1913-1921. Hann útskrifaðist efstur í skólanum og segist hafa verið undir miklum áhrifum af bókunum The Theory of the Novel eftir Georg Lukács og The Spirit of Utopia eftir Ernst Bloch. Eftir útskrift hóf hann nám við tónsmíðar í Hoch Conservatory og var einnig í einkakennslu hjá vel virtum tónskáldum, Bernhard Sekles og Eduard Jung. Þar næst snéri Adorno sér að námi við heimspeki, sálfræði og félagsfræði við Johann Wolfgang Goethe háskólann í Frankfurt. Á meðal þess tók hann það upp að skrifa tónleikaumsagnir ásamt því að semja tónverk fyrir virt tímarit á borð við Zeitschrift für Musik, Neue Blätter für Kunst und Literatur og seinna meir fyrir the Musikblätter des Anbruch.
Frankfurtskólinn og Critical Theory
breytaSumarið 1924 útskifast Adorno. Hans helsti áhrifavaldur í skólanum og leiðbeinandi var Hans Cornelius. Fyrir útskrift sína er hann búin að kynnast nokkrum af merkustu hugsuðum 20. aldarinnar í gegnum kennslustundir hjá Corneliusi, sem hann átti svo eftir að vinna náið með í framtíðinni, Max Horkheimer og Walter Benjamin. Þeir ásamt fleirum tóku sig saman undir hatti Fankfurtsskólann, sem var félagsvísinda og menningarmiðstöð merkra hugsuða með áherslu á sósilisma og að enda kapítalisma. Þeir lögðu grunninn að kenningu nefnd The Critical Theory, þar sem þeir eru undir miklum áhrifum Karl Marx og hans kenningum um kapítalisma, Hegel og Nietzsche. Critical Theory er margar kenningar sem fjalla um það að kreppa sé sköpuð með stjórnmálum, hagfræði, menningu og neysluhyggju, en er þó mest viðhaldið með meðvitund. Með öðrum orðum að kapítalismi mati fólk af gerviþörfum og haldi þeim bældum og áhugalausum um hvað er í raun og veru að gerast í þjóðfélaginu.
Tilvísanir
breyta- ↑ Müller-Doohm, Stefan (2005). Adorno: A Biography. Malden, MA: Polity Press. p.28
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Theodor W. Adorno“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. janúar 2016.