Með fullri reisn
bresk gamanmynd frá 1997
(Endurbeint frá The full monty)
Með fullri reisn (enska: The Full Monty) er vinsæl bresk gamanmynd frá árinu 1997. Hún segir frá sex stáliðjuverkamönnum í Sheffield á Englandi, sem misst hafa vinnuna. Til að bæta úr fjárskorti ákveða þeir að setja upp nektardanssýningu í borginni.
Með fullri reisn | |
---|---|
The Full Monty | |
Leikstjóri | Peter Cattaneo |
Handritshöfundur | Simon Beaufoy |
Framleiðandi | Uberto Pasolini |
Leikarar | Robert Carlyle Mark Addy CarrieWilliam Snape Steve Huison Tomas Wilkinson Paul Barber |
Dreifiaðili | Skífan |
Frumsýning | 13. ágúst, 1997 29. ágúst, 1997 17. október, 1997 |
Lengd | 91 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | 15 L |
Ráðstöfunarfé | $3,500,000 |
Aðalleikarar eru Robert Carlyle, Mark Addy, William Snape, Steve Huison, Tom Wilkinson, Paul Barber, and Hugo Speer. Handritshöfundur myndarinnar er Simon Beaufoy og henni var leikstýrt af Peter Cattaneo.
Leikrit sem gert var eftir kvikmyndinni var sett á svið í Þjóðleikhúsinu leikárið 2002-2003.