The West Wing (2. þáttaröð)

Önnur þáttaröðin af The West Wing var frumsýnd 4. okótber 2000 og sýndir voru 22 þættir.

Leikaraskipti

breyta

Leikkonan Moira Kelly hætti eftir fyrstu þáttaröðina, á meðan leikkonan Janel Moloney var gerð að aðalleikara.

Aðalleikarar

breyta

Aukaleikarar

breyta

Gestaleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
In the Shadow of Two Gunmen, Part I Aaron Sorkin Thomas Schlamme 04.10.2000 1 - 23
Bartlet stjórnin er í upplausn eftir skotárásina. Josh, Sam og Toby líta tilbaka þegar Bartlet herferðin var að byrja.
In the Shadow of Two Gunmn, Part II Aaron Sorkin Thomas Schlamme 04.10.2000 2 - 24
Josh berst fyrir lífi sínu og á samatíma líta samstarfsmenn hans yfir farinn veg.
The Midterms Aaron Sorkin Alex Graves 18.10.2000 3 - 25
Á meðan Josh er að jafna sig eftir skotárásina reyna starfsmennirnir að notfæra sér þær jákvæðu skoðanakannanir meðal almennings um stjórnina.
In this White House Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Peter Parnell og Allison Abner (saga)
Ken Olin 25.10.2000 4 - 26
Forsetinn vill ráða ungan lögfræðing úr röðum repúblikana að nafni Ainsley Hayes eftir að hún niðurlægði Sam í spjallþætti. Á sama tíma þá heldur Hvíta húsið fund milli lyfjafyrirtækja og Afríkuríkis um kostnað á AIDS lyfjum.
And It´s Surely to Their Credit Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Kevin Falls og Laura Glasser (saga)
Christopher Misiano 01.11.2000 5 - 27
Ainsley Hayes hittir nýja yfirmann sinn og fær sitt fyrsta verkefni sem endar illa. Sam reynir að sannfæra Josh um að lögsækja samtökin Ku Klux Klan.
The Lame Duck Congress Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Lawrence O´Donnell, Jr. (saga)
Jeremy Kagan 08.11.2000 6 – 28
Forsetinn íhugar að kalla Öldungadeildina aftur saman til að ýta frumvarpi um kjarnorkutilrauna bann í gegn. Á meðan reynir starfsfólkið að koma í veg fyrir að úkraínskur stjórnmálamaður hitti forsetann.
The Portland Trip Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Paul Redford (saga)
Paris Barcley 15.11.2000 7 - 29
Forsetinn ferðast til Portland, Oregon ásamt Toby, Sam og C.J. til að flytja ræðu um menntamál.
Shibboleth Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Patrick H. Caddell (saga)
Laura Innes 22.11.2000 8 – 30
Hópur Kínverja finnast um borð í gámaskipi. Þarf forsetinn að ákveða örlög þeirra. Segjast þeir hafa verið ofsóttir af stjónvöldum heima fyrir vegna trúar sinnar.
Galileo Aaron Sorkin og Kevin Falls Alex Graves 29.11.2000 9 - 31
Forsetinn undirbýr sig fyrir beina útsendingu, þar sem hann ásamt sérfræðingum NASA ætla að lýsa fyrstu myndunum frá Mars fyrir grunnskólanemendum.
Noël Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Peter Parnell (saga)
Thomas Schlamme 20.12.2000 10 - 32
Andlegt ástand Josh versnar og Leo skipar honum að tala við geðlækni. C.J. uppgvötar stolið nasistamálverk í Hvíta húsinu.
The Leadership Breakfast Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Paul Redford (saga)
Scott Winant 10.01.2001 11 - 33
Starfsmenn Hvíta hússins undirbúa morgunverðarfund leiðtoga þingsins.
The Drop-In Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Lawrence O'Donnell, Jr. (saga)
Lou Antonio 24.01.2001 12 - 34
Leo reynir að sannfæra forsetann um gæði flugskeyta sem hervörn. Toby og Sam rekast á um ræðu forsetans um umhverfismál.
Bartlet´s Third State of the Union Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Allison Abner og Dee Dee Myers (saga)
Christopher Misiano 07.02.2001 13 - 35
Forsetinn flytur stefnuræðu sína. Á sama tíma gerir Josh símakönnun og fimm fullrúum DEA er rænt í Kólumbíu.
The War at Home Aaron Sorkin Christopher Misiano 14.02.2001 14 - 36
Ástandið í Kólumbíu versnar. Á sama tíma fær forsetinn kaldar kveðjur frá forsetafrúnni vegna þess sem hann sagði í stefnuræðu sinni.
Ellie Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Kevin Falls og Laura Glasser (saga)
Michael Engler 21.02.2001 15 – 37
Forsetinn lendir í erfiðri stöðu þegar Ellie, miðdóttir hans, segir að faðir hennar myndi aldrei reka landlækninn eftir að hann sagðist styðja lögleiðingu marijúana.
Somebody's Going to Emergency, Somebody's Goint to Jail Paul Redford og Aaron Sorkin Jessica Yu 28.02.2001 16 - 38
Toby er skipað að tala við hóp mótmælanda og vinkona Donnu biður Sam um aðstoð.
The Stackhouse Filibuster Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Pete McCabe (saga)
Bryan Gordon 14.03.2001 17 - 39
Þingmaður að nafni Stackhouse stendur í lengdar málþófi á þinginu sem hefur þær afleiðingar að ekki er hægt að halda kosningu um mikilvægt heilbrigðisfrumvarp.
17 People Aaron Sorkin Alex Graves 04.04.2001 18 - 40
Forsetinn segir Toby frá MS sjúkdómnum og verður hann sautjánda mannseskjan til þess að vita það.
Bad Moon Rising Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Felicia Wilson (saga)
Bill Johnson 25.04.2001 19 - 41
Forsetinn ákveður að fá lögfræðálit frá Oliver Babish, lögfræðingi Hvíta hússins, um hvort hann hafi brotið lög með því að segja ekki frá MS sjúkdómnum.
The Fall's Gonna Kill You Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Patrick H. Caddell (saga)
Christopher Misiano 02.05.2001 20 - 42
Oliver Babish yfirheyrir C.J. og Abby um yfirhylminguna. Á meðan byrja starfsmennirnir að setja saman áætlun um hvernig best væri að skýra frá sjúkdómnum.
18th and Potomac Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Lawrence O´Donnell, Jr. (saga)
Robert Berlinger 09.05.2001 21 - 43
Hættuástánd á Haíti heldur forsetanum uppteknum á meðan undirbýr starfsfólkið tilkynningu forsetans um sjúkdóminn.
Two Cathedrals Aaron Sorkin Thomas Schlamme 16.05.2001 22 - 44
Forsetinn reynir að komast yfir persónulegan missi, á meðan hann upplýsir þjóðina um MS sjúkdóminn. Stóra spurningin meðal starfsmannanna er hvort forsetinn ætli að sækjast eftir endurkjöri.

Tilvísanir

breyta

Heimild

breyta