Janel Moloney (fædd Janel Wallace Moloney 3. október 1969) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Donna Moss í The West Wing.

Janel Moloney
Moloney (hægri) á kosningafundi fyrir John Kerry í október 2004 í Fort Collins, Colorado
Moloney (hægri) á kosningafundi fyrir John Kerry í október 2004 í Fort Collins, Colorado
Upplýsingar
FæddJanel Wallace Moloney
3. október 1969 (1969-10-03) (54 ára)
Ár virk1987-
Helstu hlutverk
Donna Moss í The West Wing
Dana Chase í Brotherhood

Einkalíf breyta

Moloney fæddist og ólst upp í Woodland Hills, Los Angeles. Hún stundaði leiklist við State University of New York skólann í Purchase, New York-fylki. [1].

Moloney er gift tónskáldinu Marcelo Zarvos og eiga þau eitt barn.

Ferill breyta

Leikhús breyta

Fyrsta leikhúshlutverk Moloney var árið 2007 í 100 Saints You Should Know. Lék hún síðan í Love, Loss, and What I Wore árið 2011 [2].

Sjónvarp breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Moloney var árið 1987 í Roomies. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The Adventures of Brisco County Jr., ER, House, Life on Mars og The Good Wife.

Moloney lék yfiraðstoðarmanninn og síðan starfsmannastjórann Donna Moss í dramaþættinum The West Wing frá 1999-2006.

Kvikmyndir breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Moloney var árið 1993 í Dream Lover. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Wild Bill, Desperate Measures, Just Pray og Concussion.

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1993 Dream Lover Alice Keller
1995 Safe Hárgreiðslukona
1995 Wild Bill Earlene
1997 ‘Til There Was You Beebee, 25 ára
1998 Desperate Measurate Sarah Davis
1998 The Souler Opposite Thea Douglas
2002 Bang Bang You´er Dead Ellie Milford
2005 Just Pray Cheryl Lawson
2010 Armless Anna
2013 Concussion Pru
2013 Half the Perfect World Gina Kvikmyndatökum lokið
2013 Stay Then Go Marion Baird Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1987 Roomies Pönkari Þáttur: The On That Got Away
1991 To Save a Child Janelle Lowry Sjónvarpsmynd
1991 And Then She Was Gone Mary Sjónvarpsmynd
1992 Double Edge Jen Sjónvarpsmynd
1993 The Adventures of Brisco County Jr. Mary Sims Þáttur: Pirates!
1993 Bakerfield P.D. Sarah Þáttur: Lucky 13
1995 ER Mrs. Nancy Larson Þáttur: The Birthday Party
1995 Murder, She Wrote Maria Corbin Þáttur: Unwilling Witness
1996 High Incident Brúðarmey McManusar Þáttur: Till Death Do Us Part
sem Janel Maloney
1998 Sports Night Monica Brazelton Þáttur: The Six Southern Gentlemen of Tennessee
2005 Amber Frey: Witness for the Prosecution Amber Frey Sjónvarpsmynd
1999-2006 The West Wing Donna Moss 149 þættir
2007 Brotherhood Dana Chase 5 þættir
2008 House Maggie Þáttur: It´s a Wonderful Lie
2008 Puppy Love Allegra Sjónvarpssería
2008 30 Rock Jessica Speyer Þáttur: Reunion
sem Janel Maloney
2009 Captain Cook´s Extraordinary Atlas Marion Malloy Sjónvarpsmynd
2009 Life on Mars Pat Olsen Þáttur: Revenge of Broken Jaw
2009 Law & Order: Criminal Intent Allison Wyler Þáttur: Faithfully
2013 The Good Wife Kathy Eisenstadt Þáttur: A Precious Commodity

Leikhús breyta

Verðlaun og tilnefningar breyta

Emmy-verðlaunin

  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríur fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.

Tilvísanir breyta

  1. Ævisaga Janel Moloney á IMDB síðunni
  2. „Leikhúsferill Janel Moloney á The Internet Off-Broadway Database síðunni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. desember 2015. Sótt 28. nóvember 2013.

Heimildir breyta

Tenglar breyta