The Unit (4. þáttaröð)

Fjórða þáttaröðin af The Unit var frumsýnd 28. september 2008 og sýndir voru 22 þættir.

Leikaraskipti

breyta

Tveir nýir leikarar bættust í hópinn, Nicole Steinwedell sem Bridget Sullivan og Wes Chatham sem Sam McBride, sem nýjir meðlimir sérsveitarinnar. Einnig bættist leikkonan Bre Blair við sem Joss Grey.

Aðalleikarar

breyta

Aukaleikarar

breyta

Gestaleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Sacrifice Frank Military David Mamet 28.09.2008 1 - 48
Eftir fimm mánaða verkefni snýr sérsveitin heim til þess að stoppa árás á verðandi forseta Bandaríkjanna. Á sama tíma verða fjölskyldurnar að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi hættu.
Sudden Fight Sharon Lee Watson Steven DePaul 05.10.2008 2 - 49
Sérsveitin eltir vísindamann frá Argentínu til Suður-Afríku um borð í flugvél, sem er síðan rænt.
Sex Trade Todd Ellis Kessler Jesús Salvador Treviño 12.10.2008 3 - 50
Sérsveitin er í Kosovo til þess að semja um kaup á plútóni en Jonas uppgvötar að verðandi fyrirsætur eru notaðar sem vændiskonur. Heima fyrir fær Kim vinnu sem barnapía og Tiffy byrjar að kenna í nærliggjandi skóla.
The Conduit David Mamet Michael Zinberg 19.10.2008 4 - 51
Bob er rændur ef eiturlyfjasamtökum sem telja hann vera efnafræðing.
Dancing Lessons Lynn Mamet og Ted Humphrey Steve Gomer 26.10.2008 5 - 52
Kjarnorkuvísindamaður er tilbúinn að gera samning við sérsveitina með því skilyrði að fjölskylda hans sé óhult. Jonas biður Kim, Molly og Tiffy um að taka þátt í verkefni.
Inquisition Patrick Moss og Shannon Rutherford David Paymer 02.11.2008 6 – 53
Sérsveitin reynir að blekkja hryðjuverkamann til þess að gefa upp samstarfsmenn sína, með því að búa til plat sönnunargögn.
Into Hell (Part 1) Daniel Voll Krishna Rao 09.11.2008 7 - 54
Betsy, dóttir Jonas er rænt í Írak og ferðast sérsveitin þangað til þess að bjarga henni. Ryan lætur ræna sér í þeirri von að finna Betsy.
Into Hell (Part 2) Frank Military Fred Gerber 16.11.2008 8 - 55
Sérsveitin reynir að bjarga Betsy og Ryan frá sýrlensku ræningjunum.
Shadow Riders Sharon Lee Watson Vahan Moosekian 23.11.2008 9 - 56
Sérsveitin ferðast til Afghanistan þar sem þeir eiga að færa brúði til brúðguma sem hluti af samkomulagi milli tveggja ættflokka.
Misled and Misguided Todd Ellis Kessler Steven DePaul 30.11.2008 10 - 57
Sérsveitinni er skipað að ráðast á miltisbrandsrannsóknarstofu í Úzbekistan en hún lendir í átökum við pólitískan starfsmann. Heima fyrir lendir Kim í lífhættulegri reynslu tengdri yfirmanni sínum.
Switchblade David Mamet Oz Scott 21.12.2008 11 - 58
Sérsveitin verður að vinna með starfsmanni varnamálaráðuneytisins. Kim fær að hitta börnin sín í leyni.
Bad Beat Ted Humphrey Bill L. Norton 04.01.2009 12 - 59
Sérsvetin vinnur með Bandarísku leyniþjónustunni.
The Spear of Destiny Lynn Mamet og Benjamin Daniel Lobato Scott Foley 11.01.2009 13 - 60
Mack særist alvarlega í leiðangri og verður Jonas að sækja hæli í munkaklaustri. Heima fær Kim að sjá svörtu hliðina í starfi Bobs.
The Last Nazi David Mamet Michael Offer 15.01.2009 14 - 61
Forsetinn skipar sérsveitinni að handtaka stríðsglæpamann úr röðum nasista.
Hero R. Scott Gemmill og Randy Huggins Terrence O´Hara 08.03.2009 15 - 62
Sérsveitin fær nýjan meðlim. Á meðan þjálfar Jonas dóttur sína Betsy fyrir sjónvarpsviðtal um mannrán hennar.
Hill 60 Ted Humphrey James Whitmore , Jr. 15.03.2009 16 - 63
Þegar lífshættulegu gasi er sleppt út í andrúmsloftið í hverfi sérsveitarinnar verða meðlimir hennar að gera allt til þess að bjarga fjölskyldum sínum.
Flesh & Blood Lynn Mamet og Pete Blaber Dennis Haysbert 22.03.2009 17 - 64
Sérsveitin er send til þess að bjarga gömlum vin en lendir í vandræðum. Heima kemst Tom á snoðir um hryðjuverkamennina og gerir allt sem hann getur til að fá upplýsingar frá sökudólgi.
Best Laid Plans Benjamin Daniel Lobato og Patrick Moss Dean White 29.03.2009 18 - 65
Verkefni fer út um þúfur þegar Jonas og Mack eltast við hryðjuverkamanninn sem drap varaforsetann.
Whiplash Dan Hindmarch Seth Wiley 12.04.2009 19 - 66
Einn af meðlimum sérsveitarinnar réðst á annan meðlim og þarf restin af henni að vinna úr afleiðingunum.
Chaos Theory Sharon Lee Watson Gwyneth Horder-Payton 26.04.2009 20 - 67
Vel skipulagt verkefni sem Jonas og Bob skipuleggja gengur ekki upp.
Endgame Ted Humphrey Lesli Linka Glatter 03.05.2009 21 - 68
Molly er rænt og notuð sem beita fyrir Jonas sem er að leita að rússneskum hryðjuverkahópi.
Unknown Soldier Todd Ellis Kessler Vahan Moosekian 10.05.2009 22 - 69
Sérsveitin þarf að finna og afsprengja þrjár sprengjur á meðan hún er að undirbúa brúðkaup eins meðlima hennar.

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta