Max Martini (fæddur Maximilian Carlo Martini, 11. desember 1969) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Saving Private Ryan, Level 9, The Great Raid og The Unit.

Max Martini
Max Martini í heimsókn í afganskri herstöð.
Max Martini í heimsókn í afganskri herstöð.
Upplýsingar
FæddurMaximilian Carlo Martini
11. desember 1969 (1969-12-11) (54 ára)
Ár virkur1981 -
Helstu hlutverk
Fred Henderson í Saving Private Ryan
Wiley í Level 9
Sid Wojo í The Great Raid
Mack Gerhardt í The Unit

Einkalíf

breyta

Martini fæddist í Woodstock, New York-fylkinu en ólst upp í Bandaríkjunum, Kanada og Ítalíu.[1] Martini er með ríkisborgararétt í öllum þremur löndunum.[2]

Martini byrjaði leiklistarferil sinn í Neighborhood Playhouse ásamt því að nema leiklist við Michael Howard Studio í Manhattan, New York. Martini tók sér hlé frá leiklistinni og stundaði nám við School of Visual Arts í Manhattan, þaðan sem hann útskrifaðist með BFA í málun og höggmyndalist. [3]

Martini er meðstofnandi að Theatre North Collaborative í New York, sem er leikfélag og var stofnað af bandarískum og kanadískum leikurum. Hlutverk leikfélagsins er að sýna ný leikverk frá Bandaríkjunum og Kanada.[4]

Martini giftist Kim Restell árið 1997 og saman eiga þau tvö börn.

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Martini var árið 1981 í Bret Maverick. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við High Incident, Nash Bridges, Harsh Realm, Taken, Without a Trace, 24, Burn Notice, Lie to Me, Hawaii Five-0 og CSI: Crime Scene Investigation. Árið 2000 þá var honum boðið hlutverk í Level 9 sem Jack Wiley, sem hann lék til ársins 2001. Martini lék eitt af aðalhlutverkunum í The Unit sem Mack Gerhardt frá 2006-2009. Árið 2011 þá var hann með gestahlutverk í nýja dramaþættinum Revenge sem Frank Stevens.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Martini var árið 1988 í Paramedics. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Contact, Cement, Saving Private Ryan á móti Tom Hanks og Matt Damon, Desert Son og The Great Raid.

Leikstjórn og handritshöfundur

breyta

Martini leikstýrði kvikmyndinni Desert Son sem kom út árið 1999 og skrifaði hann einnig handritið að myndinni.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1988 Paramedics Óþolinmóður strákur sem Max Dunne
1990 Repossessed Brimbrettakappi óskráður á lista
1995 Pictures of Baby Jane Doe Charlie
1997 Contact Willie sem Maximilian Martini
1998 Conversations in Limbo ónefnt hlutverk
1998 Saving Private Ryan Cpl. Henderson sem Maximilian Martini
1999 Desert Son Vanni sem Maximilian Martini
1999 Tail Lights Fade Rannsóknarfulltrúinn Pierce óskráður á lista
2000 Cement Mic sem Maximilian Martini
2003 Backroads Larry
2005 The Great Raid 1st Sgt. Sid “Top“ Wojo
2008 Redbelt Joe Collins
2010 Trooper Finn
2011 Colombiana Alríkisfulltrúinn Robert Williams
2011 Hirokin Renault Í eftirvinnslu
2013 Pacific Rim Herc Hansen Kvikmyndatökur í gangi
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1982 Bret Maverick Strákur nr. 2 Þáttur: The Lazy Ace: Part 1
sem Max Martin
1984 The Glitter Dome Steven Sjónvarpsmynd
1986 Hero in the Family Stúdentblaðamaður Sjónvarpsmynd
sem Max Margolin
1989 Neon Rider Dana Grady Þáttur: Dude
sem Max Margolin
1991 Vendetta: Secrets of a Mafia Bride Taylor Carr Sjónvarpsmynd
1996 High Incident Keith Springer Þáttur: Hello/Goodbye
1996 Walker, Texas Ranger ónefnt hlutverk Þáttur: A Silent Cry
1997 Nash Bridges Larry Fortina Þáttur: Rampage
1999 These Arms of Mine Randy ónefndir þættir
1999 Mutiny ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1999 The Hunger ónefnt hlutverk Þáttur: Brass
2000 The Pretender Todd Baxter Þáttur: Spin Doctor
2000 Profiler Todd Baxter Þáttur: Clean Sweep
1999-2000 Harsh Realm Waters 5 þættir
sem Maxmillian Martini
2000 The Outer Limits Curtis Sandoval Þáttur: Abaddon
2000 Love Lessons ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2000-2001 Level 9 Jack Wiley 11 þættir
2001 Mysterious Ways Sean Kasper Þáttur: Wonderful
2001 Another Day Paul Sjónvarpsmynd
1998-2002 Da Vinci´s Inquest Danny Leary 13 þættir
2002 Breaking News Nate Natleson 4 þættir
2002 Taken Ofurstinn Breck 2 þættir
2003 24 Steve Goodrich 3 þættir
2003 The Division Ryan Hollenbeck Þáttur: Cradle Will Rock
2003 Line of Fire Jack McCall Þáttur: Boom, Swagger, Boom
2004 Gramercy Park Michael Warner Sjónvarpsmynd
2004 Try to Remember Joe O´Conner Sjónvarpsmynd
2004 Caught in the Act Buck Colter Sjónvarpsmynd
2004 Without a Trace Henry/Nathan Grady Þáttur: Thou Shalt Not...
2003-2005 CSI: Miami Bob Keaton 3 þættir
2005 Numb3rs Alríkisfulltrúinn Cooper Þáttur: Man Hunt
2005 Silver Bells Rip Sjónvarpsmynd
2008 Street Warrior Jack Campbell Sjónvarpsmynd
2008 Burn Notice Alex Þáttur: Rough Seas
2006-2009 The Unit Mack Gerhardt 69 þættir
2010 All Signs of Death Mercer Sjónvarpsmynd
2010 Dark Blue Tim Rowe Þáttur: High Rollers
2010 Lie to Me Dave Atherton/Dr. Dave Burns/Dave Ellstrom 3 þættir
2010 White Collar John Deckard Þáttur: Prisoner´s Dilemma
2010 Mandrake Sgt. McCall Sjónvarpsmynd
2010 Hawaii Five-0 Nick Taylor Þáttur: Po´ipu
2011 Exit Strategy Alex Harbour Sjónvarpsmynd
2011 He Loves Me Sam Sjónvarpsmynd
2003-2011 CSI: Crime Scene Investigation Jarrod Malone/Jason Kent 2 þættir
2011 Castle Hal Lockwood 2 þættir
2011 Flashpoint Bill Greeley Þáttur: Good Cop
2011 Rizzoli & Isles Dan Mateo Þáttur: Brown Eyed Girl
2011 Criminal Minds Luke Dolan Þáttur: Dorado Falls
2011 Revenge Frank Stevens 6 þættir

Leikstjóri

breyta
  • 2013: Will Gardner (í frumvinnslu)
  • 1999: Desert Son

Handritshöfundur

breyta
  • 2013: Will Gardner (í frumvinnlu)
  • 1999: Desert Son

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta