Regina Taylor (fædd, 22. ágúst 1960) er bandarísk leikkkona og leikritahöfundur sem er þekktust fyrir hlutverk sín í I'll Fly Away, The Unit og The Negotiator.

Regina Taylor
Regina Taylor 2010
Regina Taylor 2010
Upplýsingar
FæddRegina Taylor
22. ágúst 1960 (1960-08-22) (64 ára)
Ár virk1980 -
Helstu hlutverk
Lily Harper í I´ll Fly Away
Karen Roman í The Negotiator
Molly Blane í The Unit

Einkalíf

breyta

Taylor er fædd og uppalin í Dallas, Texas en ólst einnig upp í Muskogee, Oklahoma. Stundaði nám við Southern Methodist háskólann þaðan sem hún útskrifaðist árið 1981.[1]

Ferill

breyta

Leikritahöfundur

breyta

Taylor er Distinguished Artistic Associate hjá Goodman Theater í Chicago og hefur framleitt og skrifað leikrit á borð við Crowns, A Night in Tunisia, Oo-Bla-Dee og Mudtracks. Taylor hefur einnig skrifað leikrit byggt á The Seagull og The Cherry Orchard eftir Anton Chekhov.[2]

Leikhús

breyta

Taylor var fyrsta svarta leikkonan til þess að leika Júlíu í Rómeo og Júlíu eftir William Shakespeare. Hefur hún einnig komið fram í leikritum á borð við Macbeth, The Illusion, Jar the Floor og As You Like It[3]

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Taylor var árið 1980 í Nurse. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við American Playhouse, Law & Order og Grey's Anatomy. Árið 1991 þá var Taylor boðið hlutverk í I´ll Fly Away sem Lilly Harper, sem hún lék til ársins 1993. Taylor lék eitt af aðahlutverkunum í The Unit sem Molly Blane, frá 2006-2009.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Taylor var árið 1989 í Lean on Me og hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Clockers, Courage Under Fire og The Negotiator.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1989 Lean on Me Mrs. Carter
1992 Jersey Girl Rosie
1995 Losing Isaiah Gussie
1995 Clockers Iris Jeeter
1995 The Keeper Angela Lamont
1996 A Family Thing Ann
1996 Courage Under Fire Meredith Serling
1997 Spirit Lost Willy
1998 The Negotiator Karen Roman
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1980 Nurse ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1981 Crisis at Central High Minniejean Brown Sjónvarpsmynd
1984 American Playhouse Burnetta Þáttur: Concealed Enemies
1989 Howard Beach: Making a Case for Murder ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1991-1993 I´ll Fly Away Lilly Harper 38 þættir
1993 I´ll Fly Away: Then and Now Lilly Harper Sjónvarpsmynd
1991-1994 Law & Order Evelyn Griggs/Sarah Maslin 2 þættir
1995 Children of the Dust Drusilla Sjónvarpsmynd
1997 Feds Sandra Broome ónefndir þættir
1997 Hostile Waters Liðþjálfinn Curtis Sjónvarpsmynd
1997 The Third Twin Sgt. Michelle ´Mish´ Delaware Sjónvarpsmynd
1999 Strange Justice Anita Hill Sjónvarpsmynd
2000 Cora Unashamed Cora Jenkins Sjónvarpsmynd
2001-2002 The Education of Max Bickford Judith Bryant 22 þættir
2006 Hallmark Hall of Fame Dr. A Gardner Þáttur: In from the Night
2008 Grey´s Anatomy Greta Þáttur: Losing My Mind
2006-2009 The Unit Molly Blane 69 þættir
2010 Who Is Clark Rockefeller? Megan Norton Sjónvarpsmynd

Leikritshöfundur

breyta

Leikhús

breyta

Verðlaun og tilnefningar

breyta

American Theatre Critics-verðlaunin

  • 2000: Verðlaun fyrir Oo-Bla-Dee sem leikritshöfundur.

Black Reel-verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í (Network/Cable) sjónvarpsmynd fyrir Cora Unashamed.
  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í (Network/Cable) sjónvarpsmynd fyrir Strange Justice.

Emmy-verðlaunin

  • 1993: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir I´ll Fly Away.
  • 1992: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir I´ll Fly Away.

Golden Globes-verðlaunin

  • 1993: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir I'll Fly Away.

Image-verðlaunin

  • 2008: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Unit.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Unit.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Courage Under Fire.
  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir Children of the Dust.
  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Clockers.
  • 1995: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir I'll Fly Away.

L.A. Dramalogue-verðlaunin

  • ????: Verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Tempest.

Satellite-verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Strange Justice.

Steinberg New Play-verðlaunin

  • 2000: Verðlaun fyrir Oo-Bla-Dee sem leikritshöfundur.

Viewers for Quality Television-verðlaunin

  • 1993: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir I'll Fly Away.
  • 1992: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir I'll Fly Away.

Tilvísanir

breyta
  1. Ævisaga Regina Taylor á IMDB síðunni
  2. „Ævisaga Reginu Taylor á American Theatre Wing síðunni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2013. Sótt 9. janúar 2012.
  3. Ævisaga Reginu Taylor á The Unit heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta