Scott Foley
Scott Foley (fæddur Scott Kellerman Foley, 15. júlí 1972) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Felicity, Scrubs, The Unit og Grey's Anatomy.
Scott Foley | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Scott Kellerman Foley 15. júlí 1972 |
Ár virkur | 1995 - |
Helstu hlutverk | |
Noel Crane í Felicity Sean Kelly í Scrubs Bob Brown í The Unit Henry Burton í Grey's Anatomy |
Einkalíf
breytaFoley er fæddur og uppalinn í Kansas City, Kansas.
Foley giftist leikkonunni Jennifer Garner árið 2000 en skildu svo árið 2004. Foley er núna giftur leikkonunni Marika Dominczyk, sem hann giftist árið 2007 og saman eiga þau eitt barn.
Ferill
breytaSjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Foley var árið 1995 í Sweet Valley High. Árið 1998 var Foley boðið hlutverk í Felicity sem Noel Crane, sem hann lék til ársins 2002. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Jack & Bobby, House, Law & Order: Special Victim Unit, Cougar Town og True Blood. Lék eitt af aðalhlutverkunum í The Unit sem Bob Brown frá 2006-2009. Hann hefur síðan 2010 verið með stórt gestahlutverk í Grey's Anatomy sem Henry Burton.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Foley var árið 2000 í Self Storage og hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Scream 3 og Below.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2000 | Self Storage | Zack Griffey | |
2000 | Scream 3 | Roman Bridger | |
2001 | Below | Coors | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1995 | Sweet Valley High | Zack | Þáttur: Blunder Alley |
1997 | Crowned and Dangerous | Matt | Sjónvarpsmynd |
1997 | Step by Step | Jeremy Beck | Þáttur: A Star Is Born |
1998 | Dawson´s Creek | Cliff Elliot | 5 þættir |
1998 | Someone to Love Me | Ian Hall | Sjónvarpsmynd |
1998 | Forever Love | David | Sjónvarpsmynd |
1999 | Zoe, Duncan, Jack & Jane | Montana Kennedy | 2 þættir |
1998-2002 | Felicity | Noel Crane | 84 þættir |
2002 | Girls Club | Wayne Henry | Þáttir: Pilot |
2003 | A.U.S.A. | Adam Sullivan | 8 þættir |
2004 | Jack & Bobby | Lars Christopher | Þáttur: Election Night |
2005 | House | Hank Wiggen | Þáttur: Sports Medicine |
2006 | Firestorm: Last Stand at Yellowstone | Clay Harding | Sjónvarpsmynd |
2009 | The Last Templar | Sean Daley | Sjónvarpsmínisería |
2002-2009 | Scrubs | Sean Kelly | 12 þættir |
2006-2009 | The Unit | Bob Brown | 69 þættir |
2009 | Law & Order: Special Victims Unit | Dalton Rindell | Þáttur: Hammered |
2010 | True Blue | Peter Callahan | Sjónvarpsmynd |
2010 | Open Books | Dylan | Sjónvarpsmynd |
2009-2010 | Cougar Town | Jeff | 4 þættir |
2011 | The Doctors | David | Sjónvarpsmynd |
2011 | True Blood | Patrick Devins | Þáttur: And When I Die |
2010-2012 | Grey's Anatomy | Henry Burton | 15 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
breytaTeen Choice-verðlaunin
- 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaþætti fyrir Felicity.
- 2000: Tilnefndur sem besti óþverri fyrir Scream 3.
- 2000: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Felicity.
- 1999: Tilnefndur fyrir bestu leikframkomu í Felicity.
- 1999: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Felicity.
Tilvísanir
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Scott Foley“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. febrúar 2012.
- Scott Foley á IMDb