Aphex Twin

breskur raftónlistarmaður

Aphex Twin eða Richard D. James eins og hann heitir réttu nafni (fæddur 18. ágúst 1971) er breskur raftónlistarmaður. Richard James er að margra mati einn frumlegasti og mest spennandi tónlistarmaður nútímans og sumir ganga svo langt að kalla James „Mozart samtímans“. Richard James hefur gefið út fjöldan allan af breiðskífum, stuttskífum og smáskífum, bæði undir nafninu Aphex Twin en líka undir öðrum nöfnum (m.a. annars vegna deilu sinnar við fyrrum útgáfufyrirtæki sitt Warp Records), t.d. sem AFX, Caustic Window og Polygon Window. Stíl James er kannski ekki auðvelt að negla niður í nokkrum orðum en margir flokka hann undir Acid Techno, IDM, Drill and Bass og Ambient. Sjálfur flokkar hann tónlistina sína sem „Braindance“.

Richard D. James árið 2005

James er þekktur fyrir að gefa skemmtileg blaða- og útvarpsviðtöl þar sem hann lýgur miskunnarlaust og fíflast í spyrjendum. Til eru margar sögur um hann, m.a. að hann hafi keypt sér skriðdreka og kafbát á eBay og hafi smíðað eigin hljóðgervla og búi í fyrrum banka. Lítið er vitað um sannleiksgildi allra þessara sagna en þó er talið víst að hann búi í raun í umræddum banka.

Í dag á hann plötufyrirtækið Rephlex Records ásamt vini sínum Grant Wilson Claridge.

Útgáfa undir Aphex Twin

breyta
 
Ilosaarirock Festival 2011

Breiðskífur

breyta
  • Selected Ambient Works 85-92 (1992)
  • Selected Ambient Works Volume II (1994)
  • ...I Care Because You Do (1995)
  • Richard D. James Album (1996)
  • Drukqs (2001)
  • Syro (2014)

Stuttskífur og smáskífur

breyta
  • Digeridoo (1992)
  • Xylem Tube EP (1992)
  • On/On Remixes (1993)
  • Ventolin/Ventolin Remixes EP (1995)
  • Donkey Rhubarb (1995)
  • Girl/Boy EP (1996)
  • Come to Daddy EP (1997)
  • Windowlicker (1999)
  • Analord 10 in the Analord Series (2005)
  • Chosen Lords (2006)

Ýmislegt annað

breyta
  • Words & Music (1994) (Viðtal og lög af Seleced Ambient Works Volume II)
  • Classics (1995) (Safn af lögum frá snemma af ferlinum, áður óútgefnu efni og tónleikaefni)
  • 51/13 Singles Collection (1996) (Einungis fyrir Japan og Ástralíu)
  • Cock 10/54 Cymru beats (drukqs „promo“)
  • 26 Mixes for Cash (2003), Safn af efni „endurhljóðblandað“ fyrir aðra lista menn (auk fjögurra nýrra laga)
  • 2 Mixes on a 12" for Cash (2003), 26 Mixes "promo"
  • Falling Free, Curve Remix (2005), 26 Mixes Breiðskífa

Útgáfa undir öðrum titlum

breyta
  • Analogue Bubblebath (1991)
  • Analogue Bubblebath 2 (1992)
  • Analogue Bubblebath 3 (1993)
  • Analogue Bubblebath 4 (1994)
  • Analogue Bubblebath 5 (1995 óútgefið)
  • Analogue Bubblebath 3.1 (1997)
  • Hangable Auto Bulb (1995 EP, 2005 CD)
  • Hangable Auto Bulb 2 (1995 EP, 2005 CD)
  • 2 Remixes By AFX (2001)
  • Smojphace EP (2003)
  • „Mangle 11 (Circuit Bent V.I.P. Mix)“ (kemur á Rephlexions safnplötu (2003))
  • Analord (Sería af tónlist frá Richard, mest undir nafninu AFX) (2005)
  • AFX/LFO („split“ 12" plata á milli AFX/LFO) (2005)

Bradley Strider

breyta
  • Bradley's Beat (1991)/(1995 endurútgáfa)
  • Bradley's Robot (1993)

Caustic Window

breyta
  • Joyrex J4 (1992)
  • Joyrex J5 (1992)
  • Joyrex J9 (1993)
  • CAT 023 (óútgefið, einungis til fjögur eintök)
  • Compilation (1998)
  • Caustic Window (2014)
  • GAK (1994)

Universal Indicator, sería með Mike Dred

breyta
  • Universal Indicator: Red (1992)
  • Universal Indicator: Green (1993)
  • Universal Indicator „Blue“ (1992) & „Yellow“ (1992) eru eftir Mike Dred

Polygon Window

breyta
  • (Surfing On Sine Waves) (1993, endurútgefið 2001)
  • (Quoth) (1993)

Power Pill

breyta
  • Pac-Man (1992)

Q-Chastic

breyta
  • Q-Chastic EP (1992 óútgefið)

Various others

breyta
  • Melodies From Mars (1995, Þetta er óútgefið RDJ plata sem var gefin til vina hans hjá Rephlex og Warp á c-90 kassettum.) Þessi útgáfa á víst að innihalda yfir 200 lög sem að James bauð framleiðendum tölvuleikja að nota sem tónlist í leikina sína.
  • Með Squarepusher, framlag „Freeman Hardy & Willis Acid“ til Warp safnplötunnar WAP100.
  • Sem „Rich“ úr „Mike and Rich“ á plötunni Mike & Rich („Mike“ er Mike Paradinas, betur þekktur sem µ-ziq)
  • Endurhljóðblönduð útgáfa af afx237 v7 af plötunni drukqs var notað sem tónlistin við stuttmyndina „Rubber Johnny“, leikstýrð af Chris Cunningham.
  • AFX táknið var í tölvuleikjunum 'Worms Armageddon' og 'Worms World Party'.
  • „The Diceman“ - Polygon Window (Lag 1) - Artificial Intelligence - (Warp 6) - Safnplata gefin út af Warp Records árið 1992
  • Acoustica: Alarm Will Sound Performs Aphex Twin (2005), flutt af Alarm Will Sound