Tacoma er borg í Washingtonfylki Bandaríkjanna. Borgin er 51 kílómetra suður af Seattle við Puget-sund. Borgin er sú þriðja stærsta í fylkinu með um 208.000 íbúa (2015). Tacoma er frumbyggjanafn yfir fjallið Mount Rainier.

Höfnin með Mount Rainier í bakgrunni.
Tacoma er við sunnanvert Puget-sund.
South J. Street, sögulegt hverfi í borginni.
Höfnin í Tacoma.

Uppruna borgarinnar má rekja til Svíans Nicolas Delins sem byggði sögunarmyllu sem knúin var með vatnsafli árið 1852. Árið 1864 var byggt pósthús og 1887 var endastöð norður-Kyrrahafslestarinnar lögð þangað. Frá 1880 til 1890 fór íbúafjöldinn frá um 1000 manns yfir í 36.000.

Frá 1990 hefur miðbærinn verið verið í enduruppbyggingu. Ný söfn eins og Washington State History Museum (1996), The Museum of Glass (2002), Tacoma Art Museum (2013) og America's Car Museum (2011) hafa verið byggð.

Höfnin í Tacoma er ein sú stærsta á norðvestur-Kyrrahafssvæðinu.

Víðmynd.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Tacoma, Washington“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. feb. 2017.