Mount Rainier

Mount Rainier (einnig þekkt sem Mount Tacoma) er hæsta fjall Washingtonfylkis í Bandaríkjunum. Það er 4392 metra há eldkeila og tilheyrir Fossafjöllum. Borgin Seattle er í 87 kílómetra fjarlægð frá fjallinu og er í hættu ef kemur til eldgoss. Síðustu gos í fjallinu voru milli 1820 og 1854. Jöklar á fjallinu þekja alls 93 ferkílómetra og eru þar stærstu jöklar Bandaríkjanna utan Alaska: Carbon Glacier er stærstu að rúmmáli og Emmons Glacier er stærstur að flatarmáli.

Mount Rainier.

Mannskæðustu slys á fjallinu voru þegar 32 létust í flugslysi á því árið 1946 og þegar 11 létust í íshruni á jökli á fjallinu árið 1981. Þjóðgarðurinn Mount Rainier National Park nær yfir umhverfi fjallsins og var það fimmti þjóðgarður sem stofnaður var í Bandaríkjunum (árið 1899).

Nafn fjallsins er tilkomið þegar George Vancouver landkönnuður nefndi það eftir vini sínum aðmírálnum Peter Rainier.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Mount Rainier“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. september, 2016 2016.