Tómas af Aquino

Ítalskur heimspekingur og guðfræðingur (1225–1274)
(Endurbeint frá Tómas frá Aquino)

Heilagur Tómas af Aquino eða Tómas frá Akvínó (um 1225 – 7. mars 1274) var ítalskur guðfræðingur og skólaspekingur. Hann er fremstur hinna eldri stuðningsmanna náttúruguðfræði með tilvísun til Aristótelesar og upphafsmaður tómíska skólans í heimspeki sem lengi var helsta heimspekilega nálgun kaþólsku kirkjunnar. Hann er í rómversku kirkjunni einn kirkjufræðaranna þrjátíu og þriggja.

Vestræn heimspeki
Miðaldaheimspeki
Tómas af Aquino
Nafn: Tómas af Aquino
Fæddur: um 1225
Látinn: 7. mars 1274
Skóli/hefð: Skólaspeki
Helstu ritverk: Summa Theologica
Helstu viðfangsefni: trúarheimspeki, siðfræði, frumspeki, þekkingarfræði, rökfræði
Markverðar hugmyndir: fimm sannanir fyrir tilvist guðs, lögmálið um tvöfaldar afleiðingar
Áhrifavaldar: Aristóteles, Ágústínus, Boethius, Albertus Magnus, Averroes, Anselm, Maímonídes
Hafði áhrif á: John Locke, G.E.M. Anscombe, Philippa Foot

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þetta æviágrip sem tengist sagnfræði og heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.