Heilagur Ágústínus frá Hippó (13. nóvember 35428. ágúst 430) var biskup í Hippo Regius í Norður-Afríku og er talinn til kirkjufeðranna. Hann fæddist í bænum Tagaste í rómverska skattlandinu Númidíu þar sem nú er Alsír. Hann lærði mælskulist í Karþagó og gerðist eftir það kennari og fór árið 383 til Rómar til að opna þar skóla í mælskulist. Þar varð hann fyrir áhrifum frá nýplatónisma og gerðist kristinn líkt og móðir hans var, en áður hafði hann aðhyllst meðal annars manikeisma. 388 sneri hann aftur til Tagaste og komst þar í samband við biskupinn Valeríus frá Hippo (nú Annaba í Alsír) sem gerði Ágústínus að aðstoðarmanni sínum. 395 tók hann biskupsvígslu og varð eftirmaður Valeríusar þegar hann dó 396. Hann lagði grunninn að eins konar skipulagi meðal biskupa og skrifaði reglur fyrir munklífi (Ágústínusarregla). Hann byrjaði árið 413 að skrifa sjálfsævisöguna Játningar sem eru hans þekktasta verk, ásamt verkinu Guðsríki (De civitate Dei).

Veggmynd af Ágústínusi frá Róm.

Tenglar breyta

Augustinus Hipponensis á vefnum Helgisetur. Skoðað 3. september 2010.

   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.