Averróes

(Endurbeint frá Averroes)

Averróes (arabíska: ابوالوليد محمد بن احمد بن محمد بن رشد, Abū l-Walīd Muhammad ibn Ahmad ibn Muhammad ibn Rushd; einnig Averroes eða Averrhoës eða einfaldlega Ibn Rushd) (112611. desember 1198) var spænsk-marokkóskur heimspekingur, læknir, lögfræðingur og guðfræðingur.

Averróes
Averróes
Persónulegar upplýsingar
Fæddurum 1126
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilMiðaldaheimspeki
Skóli/hefðíslam
Helstu viðfangsefniíslömsk heimspeki, stærðfræði, læknisfræði

Ásamt Avicenna er Averróes sá sem helst ber að þakka fyrir varðveislu þekkingar á mörgum af ritum fornaldar. Hann skrifaði handbók í læknisfræði og útleggingar á nær öllum ritum Aristótelesar. Hann reyndi að samræma heimspeki og íslam og taldi að heimspeki og trúarbrögð væru ekki andstæður heldur væri hægt að leita sannleikans fyrir tilstilli beggja.

Tenglar

breyta
  • „Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?“. Vísindavefurinn.
   Þetta æviágrip sem tengist sagnfræði og heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.